Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2020 13:00 Börn í Grandaskóla hafa mætt með nesti í þessari viku. Hluti þeirra er heima enda aðeins sjö skólastofur opnar af 24. Reykjavík Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. Skólastjórinn segir afleitt að börnin komist ekki í skólann og að verkföll hafi slæm áhrif á líðan barnanna og menntun. Ótímabundið verkfall starfsmanna borgarinnar í stéttarfélaginu Eflingu hefur nú staðið síðan aðfaranótt mánudagsins. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif. Meðan annars á leik- og skólastarf í Reykjavík. Réttarholtsskóla var lokað í gær þar sem skólinn hefur ekki verið þrifinn alla vikuna þar sem allir sem sjá um þrif í skólanum eru í verkfalli. Ástandið var sérstaklega slæmt á salernum skólans. Staðan er slæm í fleiri skólum sem sjá fram á að þurfa að loka hluta bygginganna og þar með ekki tekið á móti öllum nemendum. Grandaskóli er einn þeirra en aðeins um 140 nemendur af 365 gátu mætt í skólann í dag. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla. „Það er ræstingin sem hefur áhrif hér hjá okkur. Við þurftum að loka þeim hluta skólans sem hefur ekki verið ræstur. Það reynir mest á salina og skólaborðin þar sem krakkarnir borða morgunnestið sitt. Borðin eru ekki boðleg,“ segir Örn. Þau hafi lokað sautján kennslustofum og haldi uppi kennslu í sjö. Örn vonast til að kjaradeila Eflingar og borgarinnar fari að leysast enda hafi verkflöll slæm áhrif á líðan barnanna og menntun þeirra. „Þetta er afleitt. Börn þurfa sína reglufestu. Öll svona óvissa fer ekki vel í þau frekar en okkur fullorðna fólkið.“ Hann bendir á að rannsóknir sýni að það hafi ekki góð áhrif á börn að missa svona úr. „Allt svona sem dregst á langinn er aldrei gott.“ Óvíst er hvenær fundað verður næst í deilunni en Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. Skólastjórinn segir afleitt að börnin komist ekki í skólann og að verkföll hafi slæm áhrif á líðan barnanna og menntun. Ótímabundið verkfall starfsmanna borgarinnar í stéttarfélaginu Eflingu hefur nú staðið síðan aðfaranótt mánudagsins. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif. Meðan annars á leik- og skólastarf í Reykjavík. Réttarholtsskóla var lokað í gær þar sem skólinn hefur ekki verið þrifinn alla vikuna þar sem allir sem sjá um þrif í skólanum eru í verkfalli. Ástandið var sérstaklega slæmt á salernum skólans. Staðan er slæm í fleiri skólum sem sjá fram á að þurfa að loka hluta bygginganna og þar með ekki tekið á móti öllum nemendum. Grandaskóli er einn þeirra en aðeins um 140 nemendur af 365 gátu mætt í skólann í dag. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla. „Það er ræstingin sem hefur áhrif hér hjá okkur. Við þurftum að loka þeim hluta skólans sem hefur ekki verið ræstur. Það reynir mest á salina og skólaborðin þar sem krakkarnir borða morgunnestið sitt. Borðin eru ekki boðleg,“ segir Örn. Þau hafi lokað sautján kennslustofum og haldi uppi kennslu í sjö. Örn vonast til að kjaradeila Eflingar og borgarinnar fari að leysast enda hafi verkflöll slæm áhrif á líðan barnanna og menntun þeirra. „Þetta er afleitt. Börn þurfa sína reglufestu. Öll svona óvissa fer ekki vel í þau frekar en okkur fullorðna fólkið.“ Hann bendir á að rannsóknir sýni að það hafi ekki góð áhrif á börn að missa svona úr. „Allt svona sem dregst á langinn er aldrei gott.“ Óvíst er hvenær fundað verður næst í deilunni en Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira