Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2020 16:30 Lögregla og sjúkrabílar fylgdu rútum í gær sem fluttu farþega skipsins á sjúkrahús við heimkomu til landsins. Getty/Christopher Furlong Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. Fólkið var á meðal 32 Breta og Íra sem komu til landsins í gær eftir að hafa verið föst í sóttkví um borð í skipinu í Japan. Unnið er að því að flytja smitaða fólkið af spítala á sérstakar heilbrigðismiðstöðvar fyrir sýkta einstaklinga til frekari meðferðar. Talið er að þau hafi smitast um borð í skemmtiferðaskipinu. Þrettán staðfest tilfelli veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi. Farþegarnir 32 voru búnir að vera í tveggja vikna löngu sóttkví um borð í skipinu og áttu að vera í aðrar tvær vikur í heimalandinu. Sýni úr fólkinu voru send í rannsókn áður en þau flugu heim til Bretlands og reyndust þau þá öll vera neikvæð. Þrjár rútur fluttu farþegana frá herflugvelli í Wiltshire-sýslu á Arrowe Park sjúkrahúsið í gær í fylgd lögreglu og tveggja sjúkrabíla. Allir um borð klæddust hlífðarbúningum og andlitsgrímum. Á fimmtudag var greint frá því að minnst 621 af 3.700 farþegum skipsins Diamond Princess hafi smitast af veirunni skæðu og var þá um að ræða stærstu þyrpingu sýktra utan Kína. Þrír farþegar skipsins hafa nú látist af völdum veirunnar. Farþegar sem höfðu ekki greinst með smit fengu loks að fara frá borði síðasta miðvikudag. Bretland Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45 Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15 Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll rúmlega 2.300 samkvæmt nýjustu tölum. 22. febrúar 2020 19:30 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. Fólkið var á meðal 32 Breta og Íra sem komu til landsins í gær eftir að hafa verið föst í sóttkví um borð í skipinu í Japan. Unnið er að því að flytja smitaða fólkið af spítala á sérstakar heilbrigðismiðstöðvar fyrir sýkta einstaklinga til frekari meðferðar. Talið er að þau hafi smitast um borð í skemmtiferðaskipinu. Þrettán staðfest tilfelli veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi. Farþegarnir 32 voru búnir að vera í tveggja vikna löngu sóttkví um borð í skipinu og áttu að vera í aðrar tvær vikur í heimalandinu. Sýni úr fólkinu voru send í rannsókn áður en þau flugu heim til Bretlands og reyndust þau þá öll vera neikvæð. Þrjár rútur fluttu farþegana frá herflugvelli í Wiltshire-sýslu á Arrowe Park sjúkrahúsið í gær í fylgd lögreglu og tveggja sjúkrabíla. Allir um borð klæddust hlífðarbúningum og andlitsgrímum. Á fimmtudag var greint frá því að minnst 621 af 3.700 farþegum skipsins Diamond Princess hafi smitast af veirunni skæðu og var þá um að ræða stærstu þyrpingu sýktra utan Kína. Þrír farþegar skipsins hafa nú látist af völdum veirunnar. Farþegar sem höfðu ekki greinst með smit fengu loks að fara frá borði síðasta miðvikudag.
Bretland Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45 Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15 Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll rúmlega 2.300 samkvæmt nýjustu tölum. 22. febrúar 2020 19:30 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18
Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45
Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15
Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll rúmlega 2.300 samkvæmt nýjustu tölum. 22. febrúar 2020 19:30
Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46