Innlent

Ís­lenska fjöl­skyldan komin í sótt­kví eftir heim­ferð frá Wu­han

Eiður Þór Árnason skrifar
Þotan sem flutti fólk frá Wuhan á Charles de Gaulle-flugvelli í París í gær.
Þotan sem flutti fólk frá Wuhan á Charles de Gaulle-flugvelli í París í gær. Utanríkisráðuneytið

Íslensk fjölskylda sem dvalið hefur í Wuhan í Kína kom heim í gær. Fjölskyldan óskaði eftir því fyrir skemmstu að fá að komast heim og var hún flutt með sérstöku flugi til Frakklands sem skipulagt var fyrir Evrópubúa staðsetta á umræddu svæði. Fólkið var síðan flutt áfram til Íslands með leiguflugi.

„Það hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima við næstu daga í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis,“ að sögn utanríkisráðuneytisins en Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, er ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu.

Miklar takmarkanir eru á samgöngum til og frá Wuhan-borg til þess að hamla frekari útbreiðslu COVID-19 en veiran á upptök sín í borginni.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, sóttvarnarlækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, annaðist skipulagningu og samhæfingu heimflutningsins.

Samkvæmt ráðuneytinu var sendiráð Íslands í Peking í samskiptum við kínversk stjórnvöld vegna málsins og aðstoðaði fjölskylduna eftir þörfum.

Þá annaðist starfsfólk sendiráðs Íslands í París samskipti við frönsk stjórnvöld vegna flugsins frá Kína og tryggði að fjölskyldan kæmist án vandræða um borð í leiguvélina til Íslands.


Tengdar fréttir

Veiru­smitum fjölgar mikið á Ítalíu

Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar.

Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu

Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.