Erlent

50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima

Atli Ísleifsson skrifar
Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalí sótti neyðarfund með viðbragðsaðilum í gær.
Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalí sótti neyðarfund með viðbragðsaðilum í gær. epa

Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu til þessa.

Giuseppe Conte forsætisráðherra landsins kynnti áætlunina í gærkvöldi eftir að staðfest var að 79 hafi smitast af veirunni í landinu og tveir látist.

Samkvæmt áætlun yfirvalda hafa íbúar í tólf bæjum í Langbarðalandi (í. Lombardy) og Venetó verið beðnir um að halda kyrru fyrir heima. Í bæjunum sem um ræðir búa um 50 þúsund manns.

Codogno er einn þeirra bæja þar sem fólk hefur verið gert að halda kyrru fyrir heima hjá sér. AP

Conte sagði að á þessum skilgreindu svæðum yrði fólki meinað að yfirgefa bæina og sömuleiðis væri bannað að fara þangað, nema með sérstöku leyfi yfirvalda. Er búið að aflýsa kennslu í skólum og íþróttaviðburðum, þar með talið nokkrum leikjum í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans.

Samkvæmt áætlun yfirvalda verður ítalski herinn lögreglu innan handar við að tryggja að farið sé að reglum áætlunar yfirvalda.

COVID19-smit hafa nú greinst í alls 26 ríkjum heims. Alls hafa 2.348 manns látið lífið af völdum veirunnar í Kína og ellefu í öðrum ríkjum. Í Kína hafa um 77 þúsund manns smitast af veirunni.


Tengdar fréttir

Veiru­smitum fjölgar mikið á Ítalíu

Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.