Erlent

Co­vid-19 veiran: Kippur í ný­smitum utan Kína veldur á­hyggjum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá Suður-Kóreu þar sem nýsmitum vegna veirunnar fjölgar dag frá degi.
Frá Suður-Kóreu þar sem nýsmitum vegna veirunnar fjölgar dag frá degi. vísir/getty

Suður-Kóreumenn hafa tilkynnt um að enn fjölgi þeim sem smitast hafa af Covid-19 veirunni í landiu en í morgun var greint frá 161 nýju smiti og hafa nú 763 einstaklingar í landinu smitast.

Tveir létust á síðasta sólarhring og er tala látinna þar í landi komin upp í sjö.

Í Kína var tilkynnt um 409 ný smit. Þar hafa því alls 77.150 manns smitast frá því veiran gerði fyrst vart við sig. Hundrað og fimmtíu létust þar í landi síðasta sólarhringinn og í Kína hafa nú 2592 látið lítið, langflestir í Hubei-héraði þar sem Covid-19 á upptök sín.
 
Töluverður kippur í nýsmitum utan Kína hefur vakið ugg í brjósti manna um að veiran sé nú að dreifast frekar um heiminn.

Í Suður-Kóreu er nú þriðji stærsti hópur smitaðra, á eftir Kína og Japan, en á Ítalíu hefur smitum einnig fjölgað hratt og eru tugþúsundir manna nú í sóttkví í norðurhluta landsins. Þá hefur smitum fjölgað mikið í Íran. 


Tengdar fréttir

Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Co­vid-19 veirunnar

Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.