InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2020 22:30 Vísindamenn kafa nú í gögnin frá mælitækju InSight og reyna að sjá hvaða upplýsingar þessi gögn geta veitt um Mars og hvað finna megi undir yfirborði reikistjörnunnar. IPGP/Nicolas Sarter Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. InSight hefur greint um það bil 450 skjálfta frá því í nóvember 2018 og hafa þeir sterkustu verið þrjú til fjögur stig. Búist var við því að stærri skjálftar myndu mælast á Mars. Vísindamenn kafa nú í gögnin frá mælitækju InSight og reyna að sjá hvaða upplýsingar þessi gögn geta veitt um Mars og hvað finna megi undir yfirborði reikistjörnunnar. Búið er að birta nokkra rannsóknir sem unnar eru úr gögnum frá InSight og ná þau yfir fyrstu tíu mánuði farsins á Mars. Farið er yfir þær á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, þar sem segir að skjálftavirkni Mars sé minni en á jörðinni en meiri en á tunglinu, þar sem mælingar voru teknar í Appolo leiðöngrunum. Það eru engir jarðflekar á Mars en hins vegar eru svæði plánetunnar jarðfræðilega virk og eru þar tíð eldgos. Þau og kvikuhreyfing gæti valdið skjálftum á Mars. Dularfullar segulbylgjur Mars bjó yfir segulsviði fyrir mörgum milljörðum ára .Það er ekki lengur til staðar en það virðist þó hafa skilið eftir sig drauga. InSight hefur greint dularfullar segulbylgjur sem talar eru koma frá fornu bergi djúpt undir yfirborði Mars. Mælingarnar sýna einnig að segulbylgjurnar breytast og eru hvað mestar um miðnætti. Talið er koma til greina að sólarvindur útskýri þessar breytingar. InSight hefur einnig greint hvirfilbyli en ekki hefur tekist að fanga þá almennilega á filmu ennþá. Þegar þeir safna nægilegum krafti sjúga þeir ryk af yfirborði Mars í sig og eru þannig bersýnilegir. Þrátt fyrir að mælitæki Insight hafi greint þúsundir hvirfilbylja hefur það ekki gerst enn. Minnst eitt ár enn Til stendur að nota InSight til rannsókna í minnst eitt ár til viðbótar. InSight er ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka þaðan sýni og kortleggja plánetuna inn að kjarna. Það hefur þó gengið illa að koma bor farsins í gegnum yfirborð Mars. Með því að skoða hvernig skjálftabylgjur ferðast í gegnum Mars vonast vísindamenn til að öðlast frekari skilning á því hvernig reikistjörnur eins og Mars og jörðin mynduðust. Teikning sem sýnir hvað InSight gerir á Mars.J.T. Keane/Nature Geoscience Mars is alive, and I'm getting more of the big picture every day: marsquakes! whirlwinds! mysterious magnetic pulses!Lots of new science, as my team releases findings from my experiments here on #Mars. Read all about it: https://t.co/bQ6uhIPusV— NASA InSight (@NASAInSight) February 24, 2020 Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. InSight hefur greint um það bil 450 skjálfta frá því í nóvember 2018 og hafa þeir sterkustu verið þrjú til fjögur stig. Búist var við því að stærri skjálftar myndu mælast á Mars. Vísindamenn kafa nú í gögnin frá mælitækju InSight og reyna að sjá hvaða upplýsingar þessi gögn geta veitt um Mars og hvað finna megi undir yfirborði reikistjörnunnar. Búið er að birta nokkra rannsóknir sem unnar eru úr gögnum frá InSight og ná þau yfir fyrstu tíu mánuði farsins á Mars. Farið er yfir þær á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, þar sem segir að skjálftavirkni Mars sé minni en á jörðinni en meiri en á tunglinu, þar sem mælingar voru teknar í Appolo leiðöngrunum. Það eru engir jarðflekar á Mars en hins vegar eru svæði plánetunnar jarðfræðilega virk og eru þar tíð eldgos. Þau og kvikuhreyfing gæti valdið skjálftum á Mars. Dularfullar segulbylgjur Mars bjó yfir segulsviði fyrir mörgum milljörðum ára .Það er ekki lengur til staðar en það virðist þó hafa skilið eftir sig drauga. InSight hefur greint dularfullar segulbylgjur sem talar eru koma frá fornu bergi djúpt undir yfirborði Mars. Mælingarnar sýna einnig að segulbylgjurnar breytast og eru hvað mestar um miðnætti. Talið er koma til greina að sólarvindur útskýri þessar breytingar. InSight hefur einnig greint hvirfilbyli en ekki hefur tekist að fanga þá almennilega á filmu ennþá. Þegar þeir safna nægilegum krafti sjúga þeir ryk af yfirborði Mars í sig og eru þannig bersýnilegir. Þrátt fyrir að mælitæki Insight hafi greint þúsundir hvirfilbylja hefur það ekki gerst enn. Minnst eitt ár enn Til stendur að nota InSight til rannsókna í minnst eitt ár til viðbótar. InSight er ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka þaðan sýni og kortleggja plánetuna inn að kjarna. Það hefur þó gengið illa að koma bor farsins í gegnum yfirborð Mars. Með því að skoða hvernig skjálftabylgjur ferðast í gegnum Mars vonast vísindamenn til að öðlast frekari skilning á því hvernig reikistjörnur eins og Mars og jörðin mynduðust. Teikning sem sýnir hvað InSight gerir á Mars.J.T. Keane/Nature Geoscience Mars is alive, and I'm getting more of the big picture every day: marsquakes! whirlwinds! mysterious magnetic pulses!Lots of new science, as my team releases findings from my experiments here on #Mars. Read all about it: https://t.co/bQ6uhIPusV— NASA InSight (@NASAInSight) February 24, 2020
Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira