Fótbolti

Andri Fannar: Er hungraður í meira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Fannar í leik með U17 ára landsliði Íslands.
Andri Fannar í leik með U17 ára landsliði Íslands. Vísir/Getty

Hinn ungi og efnilegi Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni, var í sjónvarpsviðtali á sjónvarpsstöð félagsins í dag en hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Viðtalið má finna hér að neðan.

Andri Fannar kom inn af varamannabekk Bologna á 59. mínútu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni þann 22. febrúar. 

„Auðvitað var mér nokkuð brugðið en ég var tilbúinn og mjög spenntur þegar kallið kom,“ segir Andri Fannar um það þegar hann fékk að vita að hann væri á leið inn á völlinn.

„Ég er mjög ánægður, mun halda áfram að reyna bæta mig þar sem ég er hungraður í meira.“

„Ég fékk skilaboð frá nánast öllum sem ég þekki, það voru allir að hvetja mig áfram og ég kann mjög að meta það,“ sagði Andri að lokum. 

Bologna er í 10. sæti deildarinnar með 34 stig þegar 25 umferðum er lokið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.