Ánægður Andri fimmti Íslendingurinn í efstu deild Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 08:00 Andri Fannar Baldursson í rauðum og svörtum búningi Bologna í leiknum við Udinese í gær. Þetta var fyrsti leikur hans í efstu deild á Ítalíu. vísir/getty Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. Andri Fannar kom inn á sem varamaður á 59. mínútu í 1-1 jafntefli Bologna við Udinese, en Bologna var 1-0 undir þegar hann mætti inn á völlinn. Á vefmiðlinum gianlucadimarzio.com er farið fögrum orðum um innkomu þessa 18 ára gamla Blika sem þjálfarinn Sinisa Mihajlovic ákvað að veðja á í þeirri meiðslakrísu sem Bologna er í. Segir þar að Andri Fannar hafi verið sannfærandi og að hann muni án efa fá að sýna sig frekar og sanna innan tíðar. Áður hafa Albert Guðmundsson eldri, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon spilað í efstu deild Ítalíu og Andri bætist því í góðan hóp. Hann tjáði sig stuttlega við fjölmiðla eftir leikinn í gær: „Ég er virkilega ánægður með minn fyrsta leik. Ég lagði hart að mér í vikunni en átti ekki von á því að fá að spila. Þjálfarinn sagði mér bara að spila á þann hátt sem ég kann og njóta þess, ég reyndi að gera mitt besta og á endanum náðum við jafntefli á spennandi lokakafla,“ sagði Andri Fannar. „Mér líður vel í Bologna. Það er mikil ástríða fyrir fótbolta á Íslandi, og líklega vegna þess að við erum víkingar þá gefumst við aldrei upp. Ef að ég verð aftur valinn til að spila þá verð ég tilbúinn og reyni að gera mitt besta fyrir liðið,“ sagði Andri Fannar. Andri kom til Bologna frá Breiðabliki í byrjun síðasta árs, fyrst að láni en var svo keyptur í ágúst. Hann náði að leika einn leik með Blikum í efstu deild áður en hann hélt til Ítalíu, og hefur einu sinni áður verið í leikmannahópi aðalliðs Bologna í alvöru leik, 2-1 sigri gegn Sampdoria í október. Bologna er í 10. sæti af 20 liðum ítölsku A-deildarinnar með 34 stig, aðeins tveimur stigum frá 6. sæti og því með í baráttunni um Evrópusæti. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli Átján ára Íslendingur lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna í dag. 22. febrúar 2020 15:58 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. Andri Fannar kom inn á sem varamaður á 59. mínútu í 1-1 jafntefli Bologna við Udinese, en Bologna var 1-0 undir þegar hann mætti inn á völlinn. Á vefmiðlinum gianlucadimarzio.com er farið fögrum orðum um innkomu þessa 18 ára gamla Blika sem þjálfarinn Sinisa Mihajlovic ákvað að veðja á í þeirri meiðslakrísu sem Bologna er í. Segir þar að Andri Fannar hafi verið sannfærandi og að hann muni án efa fá að sýna sig frekar og sanna innan tíðar. Áður hafa Albert Guðmundsson eldri, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon spilað í efstu deild Ítalíu og Andri bætist því í góðan hóp. Hann tjáði sig stuttlega við fjölmiðla eftir leikinn í gær: „Ég er virkilega ánægður með minn fyrsta leik. Ég lagði hart að mér í vikunni en átti ekki von á því að fá að spila. Þjálfarinn sagði mér bara að spila á þann hátt sem ég kann og njóta þess, ég reyndi að gera mitt besta og á endanum náðum við jafntefli á spennandi lokakafla,“ sagði Andri Fannar. „Mér líður vel í Bologna. Það er mikil ástríða fyrir fótbolta á Íslandi, og líklega vegna þess að við erum víkingar þá gefumst við aldrei upp. Ef að ég verð aftur valinn til að spila þá verð ég tilbúinn og reyni að gera mitt besta fyrir liðið,“ sagði Andri Fannar. Andri kom til Bologna frá Breiðabliki í byrjun síðasta árs, fyrst að láni en var svo keyptur í ágúst. Hann náði að leika einn leik með Blikum í efstu deild áður en hann hélt til Ítalíu, og hefur einu sinni áður verið í leikmannahópi aðalliðs Bologna í alvöru leik, 2-1 sigri gegn Sampdoria í október. Bologna er í 10. sæti af 20 liðum ítölsku A-deildarinnar með 34 stig, aðeins tveimur stigum frá 6. sæti og því með í baráttunni um Evrópusæti.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli Átján ára Íslendingur lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna í dag. 22. febrúar 2020 15:58 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli Átján ára Íslendingur lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna í dag. 22. febrúar 2020 15:58