Ánægður Andri fimmti Íslendingurinn í efstu deild Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 08:00 Andri Fannar Baldursson í rauðum og svörtum búningi Bologna í leiknum við Udinese í gær. Þetta var fyrsti leikur hans í efstu deild á Ítalíu. vísir/getty Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. Andri Fannar kom inn á sem varamaður á 59. mínútu í 1-1 jafntefli Bologna við Udinese, en Bologna var 1-0 undir þegar hann mætti inn á völlinn. Á vefmiðlinum gianlucadimarzio.com er farið fögrum orðum um innkomu þessa 18 ára gamla Blika sem þjálfarinn Sinisa Mihajlovic ákvað að veðja á í þeirri meiðslakrísu sem Bologna er í. Segir þar að Andri Fannar hafi verið sannfærandi og að hann muni án efa fá að sýna sig frekar og sanna innan tíðar. Áður hafa Albert Guðmundsson eldri, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon spilað í efstu deild Ítalíu og Andri bætist því í góðan hóp. Hann tjáði sig stuttlega við fjölmiðla eftir leikinn í gær: „Ég er virkilega ánægður með minn fyrsta leik. Ég lagði hart að mér í vikunni en átti ekki von á því að fá að spila. Þjálfarinn sagði mér bara að spila á þann hátt sem ég kann og njóta þess, ég reyndi að gera mitt besta og á endanum náðum við jafntefli á spennandi lokakafla,“ sagði Andri Fannar. „Mér líður vel í Bologna. Það er mikil ástríða fyrir fótbolta á Íslandi, og líklega vegna þess að við erum víkingar þá gefumst við aldrei upp. Ef að ég verð aftur valinn til að spila þá verð ég tilbúinn og reyni að gera mitt besta fyrir liðið,“ sagði Andri Fannar. Andri kom til Bologna frá Breiðabliki í byrjun síðasta árs, fyrst að láni en var svo keyptur í ágúst. Hann náði að leika einn leik með Blikum í efstu deild áður en hann hélt til Ítalíu, og hefur einu sinni áður verið í leikmannahópi aðalliðs Bologna í alvöru leik, 2-1 sigri gegn Sampdoria í október. Bologna er í 10. sæti af 20 liðum ítölsku A-deildarinnar með 34 stig, aðeins tveimur stigum frá 6. sæti og því með í baráttunni um Evrópusæti. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli Átján ára Íslendingur lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna í dag. 22. febrúar 2020 15:58 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. Andri Fannar kom inn á sem varamaður á 59. mínútu í 1-1 jafntefli Bologna við Udinese, en Bologna var 1-0 undir þegar hann mætti inn á völlinn. Á vefmiðlinum gianlucadimarzio.com er farið fögrum orðum um innkomu þessa 18 ára gamla Blika sem þjálfarinn Sinisa Mihajlovic ákvað að veðja á í þeirri meiðslakrísu sem Bologna er í. Segir þar að Andri Fannar hafi verið sannfærandi og að hann muni án efa fá að sýna sig frekar og sanna innan tíðar. Áður hafa Albert Guðmundsson eldri, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon spilað í efstu deild Ítalíu og Andri bætist því í góðan hóp. Hann tjáði sig stuttlega við fjölmiðla eftir leikinn í gær: „Ég er virkilega ánægður með minn fyrsta leik. Ég lagði hart að mér í vikunni en átti ekki von á því að fá að spila. Þjálfarinn sagði mér bara að spila á þann hátt sem ég kann og njóta þess, ég reyndi að gera mitt besta og á endanum náðum við jafntefli á spennandi lokakafla,“ sagði Andri Fannar. „Mér líður vel í Bologna. Það er mikil ástríða fyrir fótbolta á Íslandi, og líklega vegna þess að við erum víkingar þá gefumst við aldrei upp. Ef að ég verð aftur valinn til að spila þá verð ég tilbúinn og reyni að gera mitt besta fyrir liðið,“ sagði Andri Fannar. Andri kom til Bologna frá Breiðabliki í byrjun síðasta árs, fyrst að láni en var svo keyptur í ágúst. Hann náði að leika einn leik með Blikum í efstu deild áður en hann hélt til Ítalíu, og hefur einu sinni áður verið í leikmannahópi aðalliðs Bologna í alvöru leik, 2-1 sigri gegn Sampdoria í október. Bologna er í 10. sæti af 20 liðum ítölsku A-deildarinnar með 34 stig, aðeins tveimur stigum frá 6. sæti og því með í baráttunni um Evrópusæti.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli Átján ára Íslendingur lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna í dag. 22. febrúar 2020 15:58 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli Átján ára Íslendingur lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna í dag. 22. febrúar 2020 15:58