Ánægður Andri fimmti Íslendingurinn í efstu deild Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 08:00 Andri Fannar Baldursson í rauðum og svörtum búningi Bologna í leiknum við Udinese í gær. Þetta var fyrsti leikur hans í efstu deild á Ítalíu. vísir/getty Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. Andri Fannar kom inn á sem varamaður á 59. mínútu í 1-1 jafntefli Bologna við Udinese, en Bologna var 1-0 undir þegar hann mætti inn á völlinn. Á vefmiðlinum gianlucadimarzio.com er farið fögrum orðum um innkomu þessa 18 ára gamla Blika sem þjálfarinn Sinisa Mihajlovic ákvað að veðja á í þeirri meiðslakrísu sem Bologna er í. Segir þar að Andri Fannar hafi verið sannfærandi og að hann muni án efa fá að sýna sig frekar og sanna innan tíðar. Áður hafa Albert Guðmundsson eldri, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon spilað í efstu deild Ítalíu og Andri bætist því í góðan hóp. Hann tjáði sig stuttlega við fjölmiðla eftir leikinn í gær: „Ég er virkilega ánægður með minn fyrsta leik. Ég lagði hart að mér í vikunni en átti ekki von á því að fá að spila. Þjálfarinn sagði mér bara að spila á þann hátt sem ég kann og njóta þess, ég reyndi að gera mitt besta og á endanum náðum við jafntefli á spennandi lokakafla,“ sagði Andri Fannar. „Mér líður vel í Bologna. Það er mikil ástríða fyrir fótbolta á Íslandi, og líklega vegna þess að við erum víkingar þá gefumst við aldrei upp. Ef að ég verð aftur valinn til að spila þá verð ég tilbúinn og reyni að gera mitt besta fyrir liðið,“ sagði Andri Fannar. Andri kom til Bologna frá Breiðabliki í byrjun síðasta árs, fyrst að láni en var svo keyptur í ágúst. Hann náði að leika einn leik með Blikum í efstu deild áður en hann hélt til Ítalíu, og hefur einu sinni áður verið í leikmannahópi aðalliðs Bologna í alvöru leik, 2-1 sigri gegn Sampdoria í október. Bologna er í 10. sæti af 20 liðum ítölsku A-deildarinnar með 34 stig, aðeins tveimur stigum frá 6. sæti og því með í baráttunni um Evrópusæti. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli Átján ára Íslendingur lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna í dag. 22. febrúar 2020 15:58 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. Andri Fannar kom inn á sem varamaður á 59. mínútu í 1-1 jafntefli Bologna við Udinese, en Bologna var 1-0 undir þegar hann mætti inn á völlinn. Á vefmiðlinum gianlucadimarzio.com er farið fögrum orðum um innkomu þessa 18 ára gamla Blika sem þjálfarinn Sinisa Mihajlovic ákvað að veðja á í þeirri meiðslakrísu sem Bologna er í. Segir þar að Andri Fannar hafi verið sannfærandi og að hann muni án efa fá að sýna sig frekar og sanna innan tíðar. Áður hafa Albert Guðmundsson eldri, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon spilað í efstu deild Ítalíu og Andri bætist því í góðan hóp. Hann tjáði sig stuttlega við fjölmiðla eftir leikinn í gær: „Ég er virkilega ánægður með minn fyrsta leik. Ég lagði hart að mér í vikunni en átti ekki von á því að fá að spila. Þjálfarinn sagði mér bara að spila á þann hátt sem ég kann og njóta þess, ég reyndi að gera mitt besta og á endanum náðum við jafntefli á spennandi lokakafla,“ sagði Andri Fannar. „Mér líður vel í Bologna. Það er mikil ástríða fyrir fótbolta á Íslandi, og líklega vegna þess að við erum víkingar þá gefumst við aldrei upp. Ef að ég verð aftur valinn til að spila þá verð ég tilbúinn og reyni að gera mitt besta fyrir liðið,“ sagði Andri Fannar. Andri kom til Bologna frá Breiðabliki í byrjun síðasta árs, fyrst að láni en var svo keyptur í ágúst. Hann náði að leika einn leik með Blikum í efstu deild áður en hann hélt til Ítalíu, og hefur einu sinni áður verið í leikmannahópi aðalliðs Bologna í alvöru leik, 2-1 sigri gegn Sampdoria í október. Bologna er í 10. sæti af 20 liðum ítölsku A-deildarinnar með 34 stig, aðeins tveimur stigum frá 6. sæti og því með í baráttunni um Evrópusæti.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli Átján ára Íslendingur lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna í dag. 22. febrúar 2020 15:58 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli Átján ára Íslendingur lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna í dag. 22. febrúar 2020 15:58