Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Fannar hefur leikið á fjórða tug leikja fyrir yngri landslið Íslands.
Andri Fannar hefur leikið á fjórða tug leikja fyrir yngri landslið Íslands. vísir/getty

Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna þegar liðið tapaði fyrir Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni á heimavelli í dag.

Á 59. mínútu skipti Sinisa Mihajlovic, knattspyrnustjóri Bologna, Andra inn á fyrir Danann Andreas Skov Olsen. Þá var staðan 1-0. Stefano Okaka kom Udinese yfir á 33. mínútu.



Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Argentínumaðurinn þrautreyndi, Rodrigo Palacio, metin fyrir Bologna.

Andri, sem er 18 ára, hefur leikið með unglingaliði Bologna í vetur en fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu í dag. Hann var einnig í leikmannahópi aðalliðsins í 2-1 sigri á Sampdoria í október á síðasta ári.

Hann gekk í raðir Bologna frá Breiðabliki í byrjun síðasta árs. Fyrst var Andri lánaður til ítalska liðsins en það keypti hann svo í ágúst.

Andri lék einn leik með Breiðabliki í efstu deild sumarið 2018. Hann hefur leikið 34 leiki og skorað fjögur mörk fyrir yngri landslið Íslands.

Bologna er í 10. sæti ítölsku deildarinnar með 34 stig eftir 25 leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira