Enski boltinn

Kærður fyrir að grínast með kórónuveiruna

Sindri Sverrisson skrifar
Dele Alli þarf að gæta þess betur hvað hann gerir í símanum sínum.
Dele Alli þarf að gæta þess betur hvað hann gerir í símanum sínum. vísir/getty

Dele Alli, leikmaður Tottenham, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu vegna myndbands sem hann setti inn á Snapchat.

Í myndbandinu mun Alli hafa reynt að grínast með útbreiðslu kórónuveirunnar auk þess sem hann virtist gera grín að asískum manni. Hann eyddi síðar vídjóinu og setti inn nýtt vídjó á kínverska samfélagsmiðilinn Weibo þar sem hann baðst afsökunar og kvaðst hafa brugðist sjálfum sér og Tottenham.

Alli hefur nú frest fram til 5. mars til þess að bregðast við kærunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.