Enski boltinn

Crystal Palace með mikilvægan sigur

Ísak Hallmundarson skrifar
Ayew var á skotskónnum í dag
Ayew var á skotskónnum í dag vísir/getty

Crystal Palace vann 1-0 útisigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu. Bæði þessi lið eru í neðri hluta deildarinnar og þurftu því á stigunum að halda. Þetta var annar sigur Crystal Palace í röð í deildinni.

Fyrir leikinn voru Palace-menn með 33 stig í 13. sæti deildarinnar en Brighton í 15. sæti með 28 stig.

Staðan var markalaus í hálfleik en James McCarthy leikmaður Palace þurfti að fara af velli í upphafi seinni hálfleiks vegna meiðsla. Crystal Palace tókst svo að skora eina mark leiksins á 70. mínútu en það gerði Jordan Ayew eftir stoðsendingu frá Christian Benteke.

Eftir sigurinn fer Palace upp í 12. sæti og er komið í þægilega stöðu með 36 stig, 12 stigum fyrir ofan fallsæti. Brighton eru hinsvegar ekki í eins góðum málum, þeir eru með 28 stig í 15. sæti, fjórum stigum frá fallsæti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×