Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 06:15 Sanders ávarpar stuðningsmenn sína í New Hampshire í nótt. vísir/getty Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. Því lauk í nótt að íslenskum tíma. Hinn róttæki Sanders hafði betur en þau Pete Buttigieg, sem hafnaði í öðru sæti, og Amy Klobuchar, sem varð þriðja í forvalinu. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Massachusetts, varð í fjórða sæti en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefði án efa viljað gera betur en að verða sá fimmti í röðinni. Þykja úrslitin í forvalinu áfall fyrir Biden. Frumkvöðullinn Andrew Yang og öldunadeildarþingmaðurinn Michael Bennett hættu báðir þátttöku í forvalinu eftir að úrslit voru kynnt í New Hampshire. Alls greiddu 280 þúsund Demókratar atkvæði í forvalinu í gær og hlaut Sanders 26% atkvæða. Þegar búið að er telja 95% atkvæða munar aðeins 1,6% á Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, og Sanders, eða um 4.300 atkvæðum. Munu þeir báðir fá alls níu fulltrúa á landsþing Demókrata síðar á árinu en forsetaframbjóðandi flokksins er útnefndur á þinginu. Sanders fagnaði frábærum sigri þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í borginni Manchester í New Hampshire í nótt. „Þessi sigur er upphafið að endalokunum fyrir Donald Trump,“ sagði Sanders og lofaði að búa til áður óséða hreyfingu þar sem allir kynþættir og allar kynslóðir kæmu saman til þess að sigra sitjandi Bandaríkjaforseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. Því lauk í nótt að íslenskum tíma. Hinn róttæki Sanders hafði betur en þau Pete Buttigieg, sem hafnaði í öðru sæti, og Amy Klobuchar, sem varð þriðja í forvalinu. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Massachusetts, varð í fjórða sæti en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefði án efa viljað gera betur en að verða sá fimmti í röðinni. Þykja úrslitin í forvalinu áfall fyrir Biden. Frumkvöðullinn Andrew Yang og öldunadeildarþingmaðurinn Michael Bennett hættu báðir þátttöku í forvalinu eftir að úrslit voru kynnt í New Hampshire. Alls greiddu 280 þúsund Demókratar atkvæði í forvalinu í gær og hlaut Sanders 26% atkvæða. Þegar búið að er telja 95% atkvæða munar aðeins 1,6% á Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, og Sanders, eða um 4.300 atkvæðum. Munu þeir báðir fá alls níu fulltrúa á landsþing Demókrata síðar á árinu en forsetaframbjóðandi flokksins er útnefndur á þinginu. Sanders fagnaði frábærum sigri þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í borginni Manchester í New Hampshire í nótt. „Þessi sigur er upphafið að endalokunum fyrir Donald Trump,“ sagði Sanders og lofaði að búa til áður óséða hreyfingu þar sem allir kynþættir og allar kynslóðir kæmu saman til þess að sigra sitjandi Bandaríkjaforseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira