Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 06:15 Sanders ávarpar stuðningsmenn sína í New Hampshire í nótt. vísir/getty Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. Því lauk í nótt að íslenskum tíma. Hinn róttæki Sanders hafði betur en þau Pete Buttigieg, sem hafnaði í öðru sæti, og Amy Klobuchar, sem varð þriðja í forvalinu. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Massachusetts, varð í fjórða sæti en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefði án efa viljað gera betur en að verða sá fimmti í röðinni. Þykja úrslitin í forvalinu áfall fyrir Biden. Frumkvöðullinn Andrew Yang og öldunadeildarþingmaðurinn Michael Bennett hættu báðir þátttöku í forvalinu eftir að úrslit voru kynnt í New Hampshire. Alls greiddu 280 þúsund Demókratar atkvæði í forvalinu í gær og hlaut Sanders 26% atkvæða. Þegar búið að er telja 95% atkvæða munar aðeins 1,6% á Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, og Sanders, eða um 4.300 atkvæðum. Munu þeir báðir fá alls níu fulltrúa á landsþing Demókrata síðar á árinu en forsetaframbjóðandi flokksins er útnefndur á þinginu. Sanders fagnaði frábærum sigri þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í borginni Manchester í New Hampshire í nótt. „Þessi sigur er upphafið að endalokunum fyrir Donald Trump,“ sagði Sanders og lofaði að búa til áður óséða hreyfingu þar sem allir kynþættir og allar kynslóðir kæmu saman til þess að sigra sitjandi Bandaríkjaforseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. Því lauk í nótt að íslenskum tíma. Hinn róttæki Sanders hafði betur en þau Pete Buttigieg, sem hafnaði í öðru sæti, og Amy Klobuchar, sem varð þriðja í forvalinu. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Massachusetts, varð í fjórða sæti en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefði án efa viljað gera betur en að verða sá fimmti í röðinni. Þykja úrslitin í forvalinu áfall fyrir Biden. Frumkvöðullinn Andrew Yang og öldunadeildarþingmaðurinn Michael Bennett hættu báðir þátttöku í forvalinu eftir að úrslit voru kynnt í New Hampshire. Alls greiddu 280 þúsund Demókratar atkvæði í forvalinu í gær og hlaut Sanders 26% atkvæða. Þegar búið að er telja 95% atkvæða munar aðeins 1,6% á Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, og Sanders, eða um 4.300 atkvæðum. Munu þeir báðir fá alls níu fulltrúa á landsþing Demókrata síðar á árinu en forsetaframbjóðandi flokksins er útnefndur á þinginu. Sanders fagnaði frábærum sigri þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í borginni Manchester í New Hampshire í nótt. „Þessi sigur er upphafið að endalokunum fyrir Donald Trump,“ sagði Sanders og lofaði að búa til áður óséða hreyfingu þar sem allir kynþættir og allar kynslóðir kæmu saman til þess að sigra sitjandi Bandaríkjaforseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira