Enski boltinn

United skipti um hótel vegna ótta við Covid19-veiruna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn United kátir í sólinni á Marbella.
Leikmenn United kátir í sólinni á Marbella. vísir/getty

Manchester United skipti um hótel á Marbella á Spáni vegna ótta við Covid19-veiruna.

United-liðið nýtti tækifærið í vetrarfríinu og skellti sér í sólina til Spánar.

Enska liðið ákvað hins vegar að skipta um hótel á Marbella eftir upp komst að kínverska liðið Dalian Yifang, sem Rafa Benítez stýrir, var á hótelinu sem United hafði pantað vikuna áður.

United fann því annað hótel í Marbella, Kempinski. Það væsir væntanlega ekki um strákana hans Ole Gunnars Solskjær þar en Kempinski er glæsilegt fimm stjörnu hótel.

Odion Ighalo, sem United fékk á láni frá kínverska liðinu Shanghai Shenhua, fór ekki með liðinu til Marbella þar sem óttast var að honum yrði ekki hleypt aftur inn í Bretland.

Ighalo er núna í sóttkví og hefur ekki enn mátt koma á æfingasvæði United vegna ótta við að hann beri með sér Covid19-veiruna.

Nígeríski framherjinn þarf að vera í 14 daga sóttkví til að öruggt sé að hann beri Covid19-veiruna ekki með sér. Hann mun væntanlega æfa með United-liðinu í fyrsta sinn um helgina.

Fyrsti leikur United eftir vetrarfríið er gegn Chelsea á Stamford Bridge á mánudagskvöldið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.