Íslenski boltinn

Sportpakkinn: Íslandsmeistarar KR með þrjú mörk á síðustu tíu á Skaganum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Flóki Finnbogason skoraði tvö fyrstu mörk KR-inga í leiknum.
Kristján Flóki Finnbogason skoraði tvö fyrstu mörk KR-inga í leiknum. Vísir/Daníel

Íslandsmeistarar KR-inga unnu 4-2 sigur á ÍA í Akraneshöllinni í gær í fyrsta leik liðanna í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Arnar Björnsson segir frá leiknum og sýnir mörkin sex sem skoruð voru í gærkvöldi.

Skagamenn voru 1-0 yfir í hálfleik og með 2-1 forystu þegar tíu mínútur voru eftir en meistararnir skoruðu þrjú mörk á lokamínútum leiksins.

Kristján Flóki Finnbogason og Björgvin Stefánsson skoruðu báðir tvö mörk fyrir KR en Björgvin kom inn á sem varamaður á 72. mínútu. Steinar Þorsteinsson (víti) og Bjarki Steinn Bjarkason skoruðu mörk Skagamanna.

Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn í gær.

Klippa: Sportpakkinn: Torsóttur sigur KR á ÍASteinar Þorsteinsson kom ÍA í 1-0 með marki úr vítaspyrnu strax á sjöttu mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Kristján Flóki Finnbogason jafnaði fyrir KR á 56. mínútu en varamaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason kom Skagamönnum aftur yfir á 73. mínútu.

KR-ingar áttu hins vegar frábæran endasprett. Kristján Flóki Finnbogason jafnaði metin öðru sinni á 80. mínútu.

Björgvin Stefánsson tryggði svo KR-ingum sigurinn með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla eða á 85. og 88. mínútu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.