Erlent

Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Caroline Flack var 40 ára gömul.
Caroline Flack var 40 ára gömul. Vísir/Getty

Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag.Breskir fjölmiðlar greina frá þessu og vísa í tilkynningu frá fjölskyldu Flack þar sem fráfall Flack er staðfest.Flack var líklega best þekkt fyrir að vera kynnir eða þáttastjórnandi bresku raunveruleikaþáttaraðarinnar geysivinsælu Love Island þar sem einhleyp ungmenni keppa um ástir hvers annars.Flack stýrði þáttunum þangað til á síðasta ári er henni var gert að hætta eftir að hún var ákærð fyrir líkamsárás á hendur kærasta hennar, tennisleikaranum fyrrverandi Lewis Burton, sem var reyndar mótfallinn því að hún yrði ákærð fyrir árásina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.