Erlent

Áfram flóð á Bretlandseyjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Ungur drengur í Wales í gær.
Ungur drengur í Wales í gær. EPA/NEIL MUNNS

Útlit er fyrir áframhaldandi flóð á Bretlandseyjum í dag og hafa viðvaranir verið gefnar út víða. Sérfræðingar vara við því að flóðin gætu staðið yfir í einhverja daga. Ástæða flóðanna er gífurleg ofankoma af völdum óveðursins Dennis. Samgöngur hafa lamast víða um Bretland vegna rigningarinnar og roksins frá Dennis.

Einn maður dó þegar hann féll í á í Wales.

Óveðrið hefur nú farið yfir Bretland og hið versta er yfirstaðið. Rigningin og rokið mun þó líklega halda áfram út vikuna, samkvæmt veðurfræðingum. Á tveimur sólarhringum um helgina mældist úrkoman í Wales sambærileg því sem mælist að meðaltali í mánuði.

Það spilaði mikið inn í flóðin að viku áður hafði annað óveður farið yfir Bretlandseyjar og því hefur jörðin ekki getað dregið í sig mikið vatn.

George Eustice, umhverfisráðherra, neitaði í gær að flóðin hefðu komið ríkisstjórn Bretlands í opna skjöldu. Ómögulegt sé að stöðva öfgakennt veður sem þetta en hægt sé að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða varðandi skemmdir og það hafi verið gert.

Ráðherrann sagði einnig að loftslagsbreytingar hefðu gert veðurfyrirbrigði sem þessi alvarlegri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.