Help! mynd Bítlanna var í tökum þegar Man. United náði þessu síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 16:00 Goðsagnirnar George Best og Denis Law í leik á þessu tímabili og svo plötuumslagið með Help! Samsett/Getty Það þarf að fara aftur til 13. mars 1965 til að finna síðasta lið Manchester United sem var með fullt hús og hreint mark í báðum leikjum sínum á móti Chelsea. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, myndi kannski óska þess að mæta Chelsea liðinu sem oftast. United vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu og það með markatölunni 6-0. Manchester United vann 4-0 sigur á Chelsea á Old Trafford í fyrsta leik tímabilsins og fylgdi því síðan eftir með 2-0 sigri á Stamford Bridge í gær. Ekki nóg með það þá sló Manchester United lið Chelsea einnig út úr enska deildabikarnum í október með 2-1 sigri á Brúnni. Þrír leikir og þrír United sigrar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem Manchester United vinnur báða deildaleiki sína á móti Chelsea en því hafði United liðið ekki náð síðan tímabilið 1987-88. 2 - Manchester United have completed their first league double over Chelsea since the 1987-88 campaign, while this is the first time they’ve done so without conceding since 1964-65. Awaited. #CHEMUNpic.twitter.com/vOwzPgVbi2— OptaJoe (@OptaJoe) February 17, 2020 Það þarf aftur á móti að fara miklu lengur aftur til finna tímabil þar sem Manchester United vann báða deildarleiki sína á móti Chelsea og hélt marki sínu einnig hreinu eins og á þessu tímabili. Það gerðist síðast tímabilið 1964-65. Manchester United vann þá fyrri leikinn á Stamford Bridge, 2-0 í september 1964 og svo seinni leikinn 4-0 á Old Trafford í mars 1965. Markvörður United í leikjunum var Írinn Pat Dunne og knattspyrnustjórinn var Sir Matt Busby. Á þessum tíma var einmitt Help! mynd Bítlanna í tökum en hún var ekki frumsýnd fyrr en um sumarið. „Eight Days A Week“ var vinsælasta lagið og kvikmyndin The Sound of Music var frumsýnd í Bandaríkjunum ellefu dögum áður. Goðsagnirnar George Best og Denis Law skoruðu í báðum leikjunum en svo var Skotinn David Herd með tvö mörk í stóra sigrinum á Old Trafford. George Best var þarna aðeins átján ára gamall. Manchester United vann ensku deildina þetta vor en Chelsea varð í 3. sæti á eftir Leeds. Þessi sigur Manchester United vorið 1965 voru mikil tímamót fyrir United því þetta var fyrsti Englandsmeistaratitill félagsins eftir München slysið 1958 þar sem átta leikmenn Manchester United liðsins fórust. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Allt á hvolfi í NFL-deildinni Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Það þarf að fara aftur til 13. mars 1965 til að finna síðasta lið Manchester United sem var með fullt hús og hreint mark í báðum leikjum sínum á móti Chelsea. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, myndi kannski óska þess að mæta Chelsea liðinu sem oftast. United vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu og það með markatölunni 6-0. Manchester United vann 4-0 sigur á Chelsea á Old Trafford í fyrsta leik tímabilsins og fylgdi því síðan eftir með 2-0 sigri á Stamford Bridge í gær. Ekki nóg með það þá sló Manchester United lið Chelsea einnig út úr enska deildabikarnum í október með 2-1 sigri á Brúnni. Þrír leikir og þrír United sigrar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem Manchester United vinnur báða deildaleiki sína á móti Chelsea en því hafði United liðið ekki náð síðan tímabilið 1987-88. 2 - Manchester United have completed their first league double over Chelsea since the 1987-88 campaign, while this is the first time they’ve done so without conceding since 1964-65. Awaited. #CHEMUNpic.twitter.com/vOwzPgVbi2— OptaJoe (@OptaJoe) February 17, 2020 Það þarf aftur á móti að fara miklu lengur aftur til finna tímabil þar sem Manchester United vann báða deildarleiki sína á móti Chelsea og hélt marki sínu einnig hreinu eins og á þessu tímabili. Það gerðist síðast tímabilið 1964-65. Manchester United vann þá fyrri leikinn á Stamford Bridge, 2-0 í september 1964 og svo seinni leikinn 4-0 á Old Trafford í mars 1965. Markvörður United í leikjunum var Írinn Pat Dunne og knattspyrnustjórinn var Sir Matt Busby. Á þessum tíma var einmitt Help! mynd Bítlanna í tökum en hún var ekki frumsýnd fyrr en um sumarið. „Eight Days A Week“ var vinsælasta lagið og kvikmyndin The Sound of Music var frumsýnd í Bandaríkjunum ellefu dögum áður. Goðsagnirnar George Best og Denis Law skoruðu í báðum leikjunum en svo var Skotinn David Herd með tvö mörk í stóra sigrinum á Old Trafford. George Best var þarna aðeins átján ára gamall. Manchester United vann ensku deildina þetta vor en Chelsea varð í 3. sæti á eftir Leeds. Þessi sigur Manchester United vorið 1965 voru mikil tímamót fyrir United því þetta var fyrsti Englandsmeistaratitill félagsins eftir München slysið 1958 þar sem átta leikmenn Manchester United liðsins fórust.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Allt á hvolfi í NFL-deildinni Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira