Klopp er á því að Atlético hafi verið að reyna að láta reka Mané af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 09:30 Sadio Mané fær hér gula spjaldið í leiknum í gær. Getty/Angel Martinez Jürgen Klopp tók Sadio Mané af velli í hálfleik í fyrri leiknum á móti Atlético Madrid í sextán liða úrslitunum í gær þrátt fyrir að Liverpool væri 1-0 undir. Það var ástæða fyrir því að einn besti sóknarmaður liðsins spilaði bara einn hálfleik. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi það eftir leikinn að hann hafi tekið Sadio Mané af velli í hálfleik vegna ótta við það að hann myndi hreinlega fá rauða spjaldið í seinni hálfleiknum. Liverpool hefði heldur betur geta nýtt sér krafta Sadio Mané í seinni hálfleiknum þegar liðinu vantaði tilfinnanlega meira bit í sóknarleikinn á móti þéttri vörn Atlético Madrid. Liverpool's Jürgen Klopp says Atlético Madrid tried to get Sadio Mané sent off @AHunterGuardianhttps://t.co/Am08YF2Hud— Guardian sport (@guardian_sport) February 19, 2020 „Þetta er augljóslega sá hluti fótboltans sem ég er ekki hrifinn af. Þeirra plan í kvöld var að losna við Sadio úr leiknum með því að hann myndi fá sitt annað gula spjald. Ég var hræddur um að andstæðingur Sadio myndi falla til jarðar ef hann andaði of hart á hann eða eitthvað. Ég vil ekki vera í þeirri stöðu og þess vegna tók ég hann af velli,“ sagði Jürgen Klopp. Hann var ekki ánægður með leikaraskap leikmanna Atlético. „Eftir 30 mínútur voru þrír leikmenn lagstir í jörðina án þess að vera meiddir,“ sagði Klopp. Sadio Mané fékk gula spjaldið fyrir að fara með hendina í Atlético leikmanninn Sime Vrsaljko í lok hálfleiksins en það virtist ekki vera viljandi. Framhaldið var hins vegar frekar skrautlegt. Mané lenti aftur í baráttu um boltann og aftur féll leikmaður Atlético sárþjáður til jarðar. Leikmenn Atlético umkringdi síðan dómarann og heimtuðu annað gult spjald. Mané slapp við spjaldið en Klopp tók hann af velli. „Það voru hlutir sem við hefðum getað gert betur og gert um leið lífið okkar auðveldara. Atlético mætti í þennan leik til að kreista fram úrslit en á móti því var pressan okkar frábær og uppspilið okkar var framúrskarandi,“ sagði Klopp. „Ákefðin var nákvæmlega eins og hún átti að vera. Við fengum ekki nógu mörg góð færi og það er bara þannig. Við fengum færi en ekki nóg af þeim. Ég vil bara segja við þá stuðningsmenn Atlético sem verða svo heppnir að fá miða á seinni leikinn, velkomnir á Anfield,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Jürgen Klopp tók Sadio Mané af velli í hálfleik í fyrri leiknum á móti Atlético Madrid í sextán liða úrslitunum í gær þrátt fyrir að Liverpool væri 1-0 undir. Það var ástæða fyrir því að einn besti sóknarmaður liðsins spilaði bara einn hálfleik. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi það eftir leikinn að hann hafi tekið Sadio Mané af velli í hálfleik vegna ótta við það að hann myndi hreinlega fá rauða spjaldið í seinni hálfleiknum. Liverpool hefði heldur betur geta nýtt sér krafta Sadio Mané í seinni hálfleiknum þegar liðinu vantaði tilfinnanlega meira bit í sóknarleikinn á móti þéttri vörn Atlético Madrid. Liverpool's Jürgen Klopp says Atlético Madrid tried to get Sadio Mané sent off @AHunterGuardianhttps://t.co/Am08YF2Hud— Guardian sport (@guardian_sport) February 19, 2020 „Þetta er augljóslega sá hluti fótboltans sem ég er ekki hrifinn af. Þeirra plan í kvöld var að losna við Sadio úr leiknum með því að hann myndi fá sitt annað gula spjald. Ég var hræddur um að andstæðingur Sadio myndi falla til jarðar ef hann andaði of hart á hann eða eitthvað. Ég vil ekki vera í þeirri stöðu og þess vegna tók ég hann af velli,“ sagði Jürgen Klopp. Hann var ekki ánægður með leikaraskap leikmanna Atlético. „Eftir 30 mínútur voru þrír leikmenn lagstir í jörðina án þess að vera meiddir,“ sagði Klopp. Sadio Mané fékk gula spjaldið fyrir að fara með hendina í Atlético leikmanninn Sime Vrsaljko í lok hálfleiksins en það virtist ekki vera viljandi. Framhaldið var hins vegar frekar skrautlegt. Mané lenti aftur í baráttu um boltann og aftur féll leikmaður Atlético sárþjáður til jarðar. Leikmenn Atlético umkringdi síðan dómarann og heimtuðu annað gult spjald. Mané slapp við spjaldið en Klopp tók hann af velli. „Það voru hlutir sem við hefðum getað gert betur og gert um leið lífið okkar auðveldara. Atlético mætti í þennan leik til að kreista fram úrslit en á móti því var pressan okkar frábær og uppspilið okkar var framúrskarandi,“ sagði Klopp. „Ákefðin var nákvæmlega eins og hún átti að vera. Við fengum ekki nógu mörg góð færi og það er bara þannig. Við fengum færi en ekki nóg af þeim. Ég vil bara segja við þá stuðningsmenn Atlético sem verða svo heppnir að fá miða á seinni leikinn, velkomnir á Anfield,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira