Íslenski boltinn

Jafnt í Skessunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH-inga.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH-inga. vísir/daníel

FH og Grótta gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í A-deild Lengjubikarsins í Skessunni, knatthúsi FH-inga í kvöld.

FH komst yfir með marki frá hinum unga Óskari Atla Magnússyni úr vítaspyrnu á 45. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Gróttumenn jöfnuðu eftir níu mínútur í síðari hálfleik og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli.

FH er á toppi riðils 3 með sjö stig eftir þrjá leiki en Grótta er með fjögur stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.