Ötull stuðningsmaður Trump settur yfir leyniþjónustuna Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 23:34 Richard Grenell er talinn sérstaklega handgenginn Trump forseta. Vísir/EPA Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefni Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og ötulan stuðningsmann forsetans, sem starfandi yfirmann leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað vefengt og gagnrýnt leyniþjónustuna og störf hennar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Grenell verði tilnefndur á næstunni. Hann tæki við af Joseph Maguire sem hefur verið starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar (DNI) frá því að Dan Coats sagði af sér síðasta sumar. Yfirmaður leyniþjónustunnar er yfir sautján leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna. Blaðið segir að frá því að Trump var sýknaður í öldungadeild Bandaríkjaþings af kæru um embættisbrot fyrr í þessum mánuði hafi Hvíta húsið hafið hreinsanir á embættismönnum sem eru ekki taldir nægilega húsbóndahollir Trump persónulega. Í stað þeirra vill það skipa fólk sem er líklegra til þess að verða við óskum forsetans. Grenell hefur verið ötull málsvari Trump forseta á samfélagsmiðlum og víðar. Þannig hefur hann tekið upp harða gagnrýni Trump og innsta hrings hans á kínverska tæknifyrirtækið Huawei og á evrópska bandamenn sem Trump telur að leggja ekki nóg af mörkum til hermála. Ekki er talið gefið að Grenell, sem þykir umdeildur, hljóti náð fyrir augun öldungadeildar þingsins sem þyrfti að staðfesta varanlega skipan hans í embætti yfirmanns leyniþjónustunnar. Það er sögð ástæða þess að Trump ætli að tilnefna hann sem starfandi yfirmann stofnunarinnar. Sem sendiherra í Þýskalandi hefur Grenell vakið umtal fyrir óhefðbunda framkomu sem sumir hafa talið óviðeigandi fyrir sendiherra. Þannig lýsti Grenell því í viðtali að hann vildi efla hægripopúlistaflokka í Evrópu. Hans fyrsta verk sem sendiherra var að hóta Þýskalandi viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump rifti í maí árið 2018. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Ráðuneytið stendur við bakið á umdeildum sendiherra Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. 6. júní 2018 12:00 Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. 30. maí 2019 10:58 Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Ummæli sendiherrans þykja sérlega óvenjuleg. 4. júní 2018 10:05 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefni Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og ötulan stuðningsmann forsetans, sem starfandi yfirmann leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað vefengt og gagnrýnt leyniþjónustuna og störf hennar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Grenell verði tilnefndur á næstunni. Hann tæki við af Joseph Maguire sem hefur verið starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar (DNI) frá því að Dan Coats sagði af sér síðasta sumar. Yfirmaður leyniþjónustunnar er yfir sautján leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna. Blaðið segir að frá því að Trump var sýknaður í öldungadeild Bandaríkjaþings af kæru um embættisbrot fyrr í þessum mánuði hafi Hvíta húsið hafið hreinsanir á embættismönnum sem eru ekki taldir nægilega húsbóndahollir Trump persónulega. Í stað þeirra vill það skipa fólk sem er líklegra til þess að verða við óskum forsetans. Grenell hefur verið ötull málsvari Trump forseta á samfélagsmiðlum og víðar. Þannig hefur hann tekið upp harða gagnrýni Trump og innsta hrings hans á kínverska tæknifyrirtækið Huawei og á evrópska bandamenn sem Trump telur að leggja ekki nóg af mörkum til hermála. Ekki er talið gefið að Grenell, sem þykir umdeildur, hljóti náð fyrir augun öldungadeildar þingsins sem þyrfti að staðfesta varanlega skipan hans í embætti yfirmanns leyniþjónustunnar. Það er sögð ástæða þess að Trump ætli að tilnefna hann sem starfandi yfirmann stofnunarinnar. Sem sendiherra í Þýskalandi hefur Grenell vakið umtal fyrir óhefðbunda framkomu sem sumir hafa talið óviðeigandi fyrir sendiherra. Þannig lýsti Grenell því í viðtali að hann vildi efla hægripopúlistaflokka í Evrópu. Hans fyrsta verk sem sendiherra var að hóta Þýskalandi viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump rifti í maí árið 2018.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Ráðuneytið stendur við bakið á umdeildum sendiherra Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. 6. júní 2018 12:00 Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. 30. maí 2019 10:58 Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Ummæli sendiherrans þykja sérlega óvenjuleg. 4. júní 2018 10:05 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Ráðuneytið stendur við bakið á umdeildum sendiherra Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. 6. júní 2018 12:00
Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. 30. maí 2019 10:58
Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Ummæli sendiherrans þykja sérlega óvenjuleg. 4. júní 2018 10:05
Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15