Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2018 10:05 Grenell var áður talsmaður sendinefndar Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar og er enn samningsbundinn Fox-sjónvarpsstöðinni sem álitsgjafi. Vísir/EPA Kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta hefur reynst vatn á myllu hægrisinnaðra andófshreyfinga í Evrópu. Sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hefur vakið athygli fyrir að segjast vilja efla slíkar hreyfingar í viðtali við bandaríska hægriöfgavefsíðu. Andúð á innflytjendum ásamt orðræðu gegn ríkjandi öflum var rauði þráðurinn í þeirri pólitísku sýn sem Trump boðaði í kosningabaráttu sinni og eftir að hann varð forseti. Evrópskum flokkum með svipaðar áherslu hefur vaxið ásmegin víða í Evópu undanfarið. Þannig kusu til dæmis Slóvenar popúlístaflokkinn SDS sem er andsnúinn innflytjendum til valda í kosningum í gær. Á Ítalíu hefur verið mynduð ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna. „Það er fjöldi íhaldsmanna um alla Evrópu sem hefur haft samband við mig til að segja að þeim finnist endurnýjun í gangi,“ sagði Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, við Breitbart, bandaríska öfgahægrivefsíðu.Óvenjuleg ummæli sendiherra Í viðtalinu lýsti Grenell hvernig hann vildi efla þessar popúlísku og íhaldssömu hreyfingar í álfunni. Lofaði hann meðal annars Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, sem sendiherrann lýsti sem „rokkstjörnu“. Íhaldsmaðurinn Kurz er í ríkisstjórnarsamstarfi við öfgahægriflokkinn Frelsisflokkinn. Ummæli Grenell þykja afar óvenjuleg fyrir sendiherra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata sem á sæti í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings, segir viðtal Grenell „hræðilegt“. Grenell hefði lofað honum að hann myndi halda sig utan við stjórnmál þegar hann tæki við sem sendiherra. Murphy segir að sendiherrar eigi ekki að „efla“ neina erlenda stjórnmálaflokka. Grenell tók við sendiherrastöðinni í byrjun maí en hann var skipaður af Trump forseta. Hans fyrsta verk var að virðast hóta gestgjöfum sínum með viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran. „Eins og Donald Trump sagði, refsiaðgerðir Bandaríkjanna munu beinast að mikilvægum hlutum hagkerfis Írans. Þýsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum í Íran ættu að hætta þeim aðgerðum nú þegar,“ tísti Grenell á fyrsta degi sínum í embættinu. Tístið féll í grýttan jarðveg hjá þýskum yfirvöldum og almenningi. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta hefur reynst vatn á myllu hægrisinnaðra andófshreyfinga í Evrópu. Sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hefur vakið athygli fyrir að segjast vilja efla slíkar hreyfingar í viðtali við bandaríska hægriöfgavefsíðu. Andúð á innflytjendum ásamt orðræðu gegn ríkjandi öflum var rauði þráðurinn í þeirri pólitísku sýn sem Trump boðaði í kosningabaráttu sinni og eftir að hann varð forseti. Evrópskum flokkum með svipaðar áherslu hefur vaxið ásmegin víða í Evópu undanfarið. Þannig kusu til dæmis Slóvenar popúlístaflokkinn SDS sem er andsnúinn innflytjendum til valda í kosningum í gær. Á Ítalíu hefur verið mynduð ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna. „Það er fjöldi íhaldsmanna um alla Evrópu sem hefur haft samband við mig til að segja að þeim finnist endurnýjun í gangi,“ sagði Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, við Breitbart, bandaríska öfgahægrivefsíðu.Óvenjuleg ummæli sendiherra Í viðtalinu lýsti Grenell hvernig hann vildi efla þessar popúlísku og íhaldssömu hreyfingar í álfunni. Lofaði hann meðal annars Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, sem sendiherrann lýsti sem „rokkstjörnu“. Íhaldsmaðurinn Kurz er í ríkisstjórnarsamstarfi við öfgahægriflokkinn Frelsisflokkinn. Ummæli Grenell þykja afar óvenjuleg fyrir sendiherra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata sem á sæti í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings, segir viðtal Grenell „hræðilegt“. Grenell hefði lofað honum að hann myndi halda sig utan við stjórnmál þegar hann tæki við sem sendiherra. Murphy segir að sendiherrar eigi ekki að „efla“ neina erlenda stjórnmálaflokka. Grenell tók við sendiherrastöðinni í byrjun maí en hann var skipaður af Trump forseta. Hans fyrsta verk var að virðast hóta gestgjöfum sínum með viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran. „Eins og Donald Trump sagði, refsiaðgerðir Bandaríkjanna munu beinast að mikilvægum hlutum hagkerfis Írans. Þýsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum í Íran ættu að hætta þeim aðgerðum nú þegar,“ tísti Grenell á fyrsta degi sínum í embættinu. Tístið féll í grýttan jarðveg hjá þýskum yfirvöldum og almenningi.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira