Erlent

Svarar Trump og segir ástandið í ríkjum þeirra ekki sambærilegt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar

Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja Sjálands hefur svarað Donald Trump Bandaríkjaforseta fullum hálsi en hann tók Nýja Sjáland sem dæmi um land þar sem nýja kórónuveiran væri að fara úr böndunum á nýjan leik. Í ræðu sem Trump hélt í gærkvöldi hæddist hann að Nýsjálendingum fyrir að hafa hrósað sigri í baráttunni við veiruna sem hafi svo skotið upp kollinum á nýjan leik og að þar væri veiran á mikilli siglingu.

Engin smit greindust í Nýja Sjálandi í hundrað og tvo daga en á dögunum greindust smit að nýju í borginni Auckland. Trump sleppti því þó að fara út í smáatriðin, en smitin í seinni bylgjunni í Auckland eru þó aðeins 69 í heildina.

Á mánudag greindust þar níu smit en á sama tíma greindust 42 þúsund smit í Bandaríkjunum. Í heild hafa tuttugu og tveir látist af völdum Covid 19 á Nýja Sjálandi en í Bandaríkjunum er tala látinna komin yfir 170 þúsund manns, hvergi hafa dauðsföllin verið fleiri. Ardern brást við orðum Trumps og benti á að löndin tvö væru engan vegin samanburðarhæf þegar kemur að kórónuveirunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×