Enski boltinn

Mourin­ho um mögu­leikana á topp fjórum: Erfitt því við erum í þremur keppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho fagnar með sínum mönnum.
Mourinho fagnar með sínum mönnum. vísir/getty

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var himinlifandi með frammistöðu lærisveina sinna í 2-0 sigrinum á Manchester City í Lundúnum í dag.

Markalaust var í hálfleik en Raheem Sterling átti líklega að vera rekinn í sturtu í fyrri hálfleik fyrir groddaralega tæklingu.

Sá portúgalski sagði að það hafi verið klárt rautt.

„Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Við vorum heppnir í nokkrum aðstæðum en aftur á móti mjög, mjög óheppnir að VAR gaf Sterling ekki rautt spjald,“ sagði Mourinho.







„Þetta var klárt rautt spjald og það er öðruvísi að spila í 75 mínútur gegn tíu mönnum. Ég hef áður séð gefið rautt spjald fyrir þetta til að mynda Son Heung-min gegn Chelsea.“

Hann var ánægður með vítavörslu Hugo Lloris.

„Markvarslan var frábær og þetta var vilji Guðs því þetta var aldrei víti. Strákarnir voru stórkostlegir.“

Hann segir að möguleikarnir séu til staðar að ná Meistaradeildarsæti en Tottenham er fjórum stigum frá Chelsea.

„Það verður erfitt því við erum í þremur keppnum en þetta var góð helgi fyrir okkur.“

Að lokum var hann svo enn og aftur spurður út í hversu glaður hann væri að hafa betur gegn Pep Guardiola.

„Það er gott að ná þremur stigum úr leik sem þú veist að verður erfiður. Mér líkar betur við Pep en þú getur ímyndað þér. Við unnum saman í þrjú ár,“ sagði hinn auðmjúki Mourinho.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×