Enski boltinn

Eiður Smári: Held að enginn af bestu fram­herjum heims sé ákafur í að fara til Man. United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og Ole Gunnar Solskjær.
Eiður Smári Guðjohnsen og Ole Gunnar Solskjær. vísir/getty/samsett

Koma Odion Ighalo til Manchester United er staðfesting á því að félagið laði ekki lengur til sín bestu framherja heims. Þetta segir Eiður Smári Guðjohnsen.

Eiður var gestur í hlaðvarpsþættinum Transfer Talk á Sky Sports þar sem hann ræddi janúargluggann og þar kom Ighalo að sjálfsögðu til umræðu.

„Ég held að enginn af bestu framherjunum sé á lausu og ég held að þeir séu ekki einu sinni ákafir í að fara til Manchester United,“ sagði Eiður.







Jimmy Floyd Hasselbaink sem lék með okkar manni hjá Chelsea á sínum tíma var einnig gestur þáttarins.

„Ighalo er heppnasti maður í heimi. Að fara frá Kína eftir að hafa verið í tvö og hálft ár þar sem enginn sjá hann og geta svo farið til United.“

„Þetta sýnir hversu langt United eru komnir frá Liverpool, Man. City og jafnvel Chelsea. Það er mikil vinna framundan.“

„Þeir þurfu einhvern inn. Ég er viss um að hann var ekki þeirra fyrsta val og það kæmi mér á óvart ef hann væri númer tvö eða þrjú,“ sagði Hasselbaink.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×