Sextíu prósent segja að VAR gangi illa í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 13:30 Kevin Friend í samtali við Varsjáherbergið. Getty/Dan Mullan Fólk sem horfir reglulega á leiki í ensku úrvalsdeildinni tók þátt í nýrri könnun á dögunum og það er óhætt að segja að Varsjáin hafi ekki komið alltof vel út úr henni. Varsjáin er á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og hefur heldur betur fengið sinn skerf af gagnrýni. Oft hefur verið of lítið samræmi á milli atvika sem eru skoðuð frekar. Það hefur einnig tekið mjög langan tíma að fara yfir ákveðin atvik og niðurstöður Varsjárinnar eru einnig oft umdeildar. Yfirmaður VAR í Englandi gaf kerfinu sjö í einkunn af tíu mögulegum en reglulegir áhorfendur ensku úrvalsdeildarinnar gefa VAR aðeins fjóra í einkunn. Two-thirds of football fans believe VAR has made the game less enjoyable, according to a new YouGov poll. Give us your opinion of VAR in 3 words...https://t.co/wrTr2fs1le— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 4, 2020 YouGov gerði nýverið könnun meðal 1396 manns sem horfa mikið á leiki í ensku úrvalsdeildinni með það markmið að komast að viðhorfi þeirra gagnvart myndbandadómum sem urðu hluti af ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í haust. Sextíu prósent þátttakenda í könnuninni sögðu að VAR hafi gengið illa í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og aðeins 27 prósent voru á því að VAR hafi gengið vel. Tveir þriðju af fastaáhorfendum telja líka að upplifunin sé ekki eins ánægjuleg eftir að Varsjáin var kynnt til sögunnar. Aðeins þrettán prósent eru á því að það sé skemmtilegra að horfa á ensku úrvalsdeildina með VAR. Þrátt fyrir alla þessa neikvæðni gagnvart Varsjánni eru þó aðeins fimmtán prósent sem vilja hætta að nota myndbandadómara. Það eru samt bara átta prósent sem myndu sætta sig við VAR í óbreytti útgáfu. 74 prósent segja að Varsjáin verði að breytast. A YouGov survey has found 67% of people believe VAR has made watching football less enjoyable. In the same study, 74% are in favour of keeping it, but changing the way it's used. What's the best way to use it's advantages without ruining the game? #VARpic.twitter.com/7tmK11bwz8— Sport Social (@TheSportSocial) February 4, 2020 81 prósent vilja að sjá þau myndbönd sem myndbandadómararnir eru að skoða hverju sinni og 80 prósent vilja sjá dómarann fara að skoða sjónvarpsskjáinn sjálfur. 73 prósent vilja líka heyra samtalið á milli dómarans og myndbandadómaranna og 71 prósent vilja búa til ákveðin tímaramma sem Varsjáin hefur til að skoða atvik. Framkvæmdanefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins kemur saman í þessum mánuði til að fara meðal annars yfir fótboltareglurnar. Það er búist við að Varsjáin og nánari leiðsögn með notkun hennar verði kynnt í kjölfarið. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
Fólk sem horfir reglulega á leiki í ensku úrvalsdeildinni tók þátt í nýrri könnun á dögunum og það er óhætt að segja að Varsjáin hafi ekki komið alltof vel út úr henni. Varsjáin er á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og hefur heldur betur fengið sinn skerf af gagnrýni. Oft hefur verið of lítið samræmi á milli atvika sem eru skoðuð frekar. Það hefur einnig tekið mjög langan tíma að fara yfir ákveðin atvik og niðurstöður Varsjárinnar eru einnig oft umdeildar. Yfirmaður VAR í Englandi gaf kerfinu sjö í einkunn af tíu mögulegum en reglulegir áhorfendur ensku úrvalsdeildarinnar gefa VAR aðeins fjóra í einkunn. Two-thirds of football fans believe VAR has made the game less enjoyable, according to a new YouGov poll. Give us your opinion of VAR in 3 words...https://t.co/wrTr2fs1le— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 4, 2020 YouGov gerði nýverið könnun meðal 1396 manns sem horfa mikið á leiki í ensku úrvalsdeildinni með það markmið að komast að viðhorfi þeirra gagnvart myndbandadómum sem urðu hluti af ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í haust. Sextíu prósent þátttakenda í könnuninni sögðu að VAR hafi gengið illa í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og aðeins 27 prósent voru á því að VAR hafi gengið vel. Tveir þriðju af fastaáhorfendum telja líka að upplifunin sé ekki eins ánægjuleg eftir að Varsjáin var kynnt til sögunnar. Aðeins þrettán prósent eru á því að það sé skemmtilegra að horfa á ensku úrvalsdeildina með VAR. Þrátt fyrir alla þessa neikvæðni gagnvart Varsjánni eru þó aðeins fimmtán prósent sem vilja hætta að nota myndbandadómara. Það eru samt bara átta prósent sem myndu sætta sig við VAR í óbreytti útgáfu. 74 prósent segja að Varsjáin verði að breytast. A YouGov survey has found 67% of people believe VAR has made watching football less enjoyable. In the same study, 74% are in favour of keeping it, but changing the way it's used. What's the best way to use it's advantages without ruining the game? #VARpic.twitter.com/7tmK11bwz8— Sport Social (@TheSportSocial) February 4, 2020 81 prósent vilja að sjá þau myndbönd sem myndbandadómararnir eru að skoða hverju sinni og 80 prósent vilja sjá dómarann fara að skoða sjónvarpsskjáinn sjálfur. 73 prósent vilja líka heyra samtalið á milli dómarans og myndbandadómaranna og 71 prósent vilja búa til ákveðin tímaramma sem Varsjáin hefur til að skoða atvik. Framkvæmdanefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins kemur saman í þessum mánuði til að fara meðal annars yfir fótboltareglurnar. Það er búist við að Varsjáin og nánari leiðsögn með notkun hennar verði kynnt í kjölfarið.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira