Innlent

Hvítá flæðir langt upp á land

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er hámarkinu náð í flestum ám á Suðvesturlandi. Þó ekki þeim stærstu.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er hámarkinu náð í flestum ám á Suðvesturlandi. Þó ekki þeim stærstu. Lögreglan á Suðurlandi

Mjög mikið rennsli er í nánast öllum ám á Suðvesturlandi, nema við Reykjavík, en Hvíta við Vaðnes hefur flætt yfir bakka sína og upp að sumarbústöðum þar. Lögreglan á Suðurlandi birti í dag myndir sem teknar voru með dróna og sýna umfang flóðsins í Hvítá en mikið hefur verið um flóð í ánni að undanförnu vegna ísstífla.

Nú eru vatnavextirnir þó vegna leysinga.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er hámarkinu náð í flestum ám á Suðvesturlandi. Þó ekki þeim stærstu.

Sambærilegt flóð varð í Hvítá í fyrra. Þetta virðist af svipaðri stærð samkvæmt Veðurstofunni. Hvítá rennur út í Ölfusá en þar er rennslið mikið og náði rúmlega þúsund rúmmetrar á sekúndu. Rennslið í ánni er að ná hámarki.

Flóð sem þessi þykja í raun ekki óeðlileg og gerast að meðaltali á tveggja til fimm ára fresti og jafnvel á hverju ári.

Lögreglan á Suðurlandi
Lögreglan á Suðurlandi
Lögreglan á Suðurlandi

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×