Innlent

Ísstíflur í Hvítá virðast hafa losnað að einhverju leyti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þessi mynd var tekin í síðustu viku og sýnir aðstæður eins og þær voru þá.
Þessi mynd var tekin í síðustu viku og sýnir aðstæður eins og þær voru þá. Mynd/Lögreglan á Suðurlandi.

Vísbendingar eru um að ísstíflur í Hvítá á Suðurlandi hafi losnað að einhverju leyti. Frá þessu er greint í athugasemd sérfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar kemur fram að vatnshæð við Brúnastaði hafi farið lækkandi frá því á miðnætti sem bendi til þess að áin eigi greiðari leið niður árfarveginn.

Eftir vatnavexti vegna úrkomu og leysinga um helgina fari nú vatnshæð í flestum ám lækkandi.

Hér fyrir neðan má sjá færslu frá lögreglunni á Suðurlandi um stöðuna eins og hún var í gærkvöldi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.