Innlent

Ísstíflur í Hvítá virðast hafa losnað að einhverju leyti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þessi mynd var tekin í síðustu viku og sýnir aðstæður eins og þær voru þá.
Þessi mynd var tekin í síðustu viku og sýnir aðstæður eins og þær voru þá. Mynd/Lögreglan á Suðurlandi.

Vísbendingar eru um að ísstíflur í Hvítá á Suðurlandi hafi losnað að einhverju leyti. Frá þessu er greint í athugasemd sérfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar kemur fram að vatnshæð við Brúnastaði hafi farið lækkandi frá því á miðnætti sem bendi til þess að áin eigi greiðari leið niður árfarveginn.

Eftir vatnavexti vegna úrkomu og leysinga um helgina fari nú vatnshæð í flestum ám lækkandi.

Hér fyrir neðan má sjá færslu frá lögreglunni á Suðurlandi um stöðuna eins og hún var í gærkvöldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×