Innlent

Hvítá flæðir á milli bæja á Suðurlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Þessi mynd var tekin í síðustu viku og sýnir aðstæður eins og þær voru þá.
Þessi mynd var tekin í síðustu viku og sýnir aðstæður eins og þær voru þá. Mynd/Lögreglan á Suðurlandi.

Vatn flæðir nú úr Hvítá á milli bæjanna Austurkots og Brúnastaða skammt frá Selfossi. Bændur þar telja þó litla hættu á tjóni. Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi er heimreiðin að Austurkoti ófær fólksbílum og er byrjað að flæða yfir Oddgeirshólaveg upp til móts við afleggjarann að bænum.

Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar kemur fram að hvorki hús né bústofn séu í hættu vegna vatnavaxtanna. Bændur telji litla hættu á tjóni á öðru en girðingum. Veðurstofan hafi verið upplýst um flóðið.

Grannt hefur verið fylgst með ísstíflum í Hvíta á Suðurlandi vestan Hestfjalls undanfarna daga. Hækkað hefur í ánni vegna stíflnanna og varað hefur verið við flóðum í nærumhverfi árfarvegarins. Þá hefur verið talin hætta á þrepahlaupum þegar stíflurnar losna og að rennsli Hvítár geti aukist töluvert í skamman tíma í kjölfarið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×