Innlent

Hvítá flæðir á milli bæja á Suðurlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Þessi mynd var tekin í síðustu viku og sýnir aðstæður eins og þær voru þá.
Þessi mynd var tekin í síðustu viku og sýnir aðstæður eins og þær voru þá. Mynd/Lögreglan á Suðurlandi.

Vatn flæðir nú úr Hvítá á milli bæjanna Austurkots og Brúnastaða skammt frá Selfossi. Bændur þar telja þó litla hættu á tjóni. Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi er heimreiðin að Austurkoti ófær fólksbílum og er byrjað að flæða yfir Oddgeirshólaveg upp til móts við afleggjarann að bænum.

Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar kemur fram að hvorki hús né bústofn séu í hættu vegna vatnavaxtanna. Bændur telji litla hættu á tjóni á öðru en girðingum. Veðurstofan hafi verið upplýst um flóðið.

Grannt hefur verið fylgst með ísstíflum í Hvíta á Suðurlandi vestan Hestfjalls undanfarna daga. Hækkað hefur í ánni vegna stíflnanna og varað hefur verið við flóðum í nærumhverfi árfarvegarins. Þá hefur verið talin hætta á þrepahlaupum þegar stíflurnar losna og að rennsli Hvítár geti aukist töluvert í skamman tíma í kjölfarið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.