Enski boltinn

Marcus Ras­h­ford gefur stuðnings­mönnum Man. United fréttir til að gleðjast yfir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford er hann meiddist.
Rashford er hann meiddist. vísir/getty

Marcus Rashford, framherji Manchester United, gaf stuðningsmönnum félagsins góðar fréttir í vikunni.

Rashford er að glíma við meiðsli í baki en hann sagði frá því á samfélagsmiðlum í vikunni að hann væri allur að koma til.

Hann sagði að hann myndi snúa aftur fyrir lok tímabilsins þrátt fyrir að Ole Gunnar Solskjær, stjóri félagsins, hafði efast um að hann myndi spila aftur á leiktíðinni.







„Ég mun koma til baka áður en tímabilinu lýkur og vonandi hjálpa liðinu að enda í topp fjórum,“ skrifaði Rashford.

Aðrir sem hafa verið með svipuð meiðsli og Rashford segja að meiðslin hafi tekið mun lengri tíma en Englendingurinn áætlar.

Hann hefur skorað nítján mörk fyrir United á leiktíðinni og eru þetta miklar gleðifréttir fyrir stuðningsmenn félagsins, enda einn allra hættulegasti leikmaður liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×