Lífverðir forsetans eyða fúlgum fjár í klúbbum hans og hótelum Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2020 14:28 Trump hefur varið miklum tíma frá embættistöku hans í klúbbum hans í Flórída, New Jersey og víðar. EPA/MICHAEL REYNOLDS Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur varið fúlgum fjár í leigu og veitingar á eignum Donald Trump, forseta, frá því hann tók við embætti. Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. Þá rukka fyrirtækin ríkið jafnvel þó Trump sjálfur haldi ekki til í umræddum klúbbum og hótelum og herbergin séu ekki í notkun. Það er þvert á yfirlýsingar Trump og sona hans um að fyrirtæki fjölskyldunnar græði ekki á ríkinu á meðan Trump er forseti. Trump hefur varið miklum tíma frá embættistöku hans í klúbbum hans í Flórída, New Jersey og víðar. Í kosningabaráttunni sagði forsetinn að ef hann yrði kjörinn hefði hann ekki tíma til að ferðast en hann gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, verulega fyrir að spila golf af og til. Þrátt fyrir það hefur Trump varið minnst 342 dögum í klúbbum sínum og hótelum. Það samsvarar um þriðjungi af forsetatíð hans og hefur leitt til mikils kostnaðar hjá lífvarðasveit forsetans, sem að miklu leyti rennur í vasa forsetans sjálfs. Skjöl sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir sýna fram á að ríkið hefur greitt um tæplega hálfa milljón dala til fyrirtækja Trump. Skjölin ná þó eingöngu yfir smávægilegan hluta tímabilsins sem Trump hefur setið í embætti forseta og er heildarupphæðin líklegast mun hærri. Samkvæmt lögum á lífvarðasveitin að tilkynna þinginu tvisvar á ári hve miklu opinberu fé er varið í að tryggja öryggi forsetans. Á síðustu þremur árum hefur þó einungis tveimur af sex skýrslum þar að lútandi verið skilað til þingsins. Lífvarðasveitin segir það vera vegna þess að mikilvægir starfsmenn hafi hætt og enginn hafi tekið við störfum þeirra. Í þeim tveimur skýrslum sem skilað hefur verið til þingsins, hefur þó ekkert staðið um það hve miklu hefur verið eytt hjá fyrirtækjum forsetans. Vilja ekki veita upplýsingar fyrr en eftir kosningar Þingmenn Demókrataflokksins hafa farið fram á að fá upplýsingar um kostnað lífvarðasveitarinnar. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, segist þó ekki vilja afhenda slíkar upplýsingar fyrr en í desember á þessu ári. Eftir forsetakosningarnar í nóvember. „Þeir hafa staðið í vegi okkar,“ sagði þingmaðurinn Tom Udall. „Hann er að reyna að fela upplýsingarnar fyrir almenningi, því hann veit hve illa þetta lítur út. Það er sannleikurinn. Hann er milljarðamæringur en við eyðum milljónum dala í að styðja einkafyrirtæki hans.“ Í yfirlýsingu til Washington Post sagði Eric Trump að fyrirtæki forsetans leigði herbergi og hús til ríkisins á kostnaðarverði. Hann sagði sömuleiðis að fyrirtækið myndi græða meira á því að leigja öðrum aðilum. Hann vildi þó ekki útskýra hvernig „kostnaðarverð“ væri áætlað. Gögn frá fyrstu ferð forsetans til klúbbs síns í Bedminster í febrúar 2017 sýna að ríkið var rukkað um 650 dali fyrir hvert herbergi, af þremur sem voru leigð. Það var rúmlega þrefalt hámarkið sem sett er á opinbera starfsmenn, (182 dalir) en lífvarðasveitin er undanskilin þeim reglum, og mun meira en meðlimir klúbbsins sem rukkaðir voru um 520 til 546 dali fyrir herbergi. Gögn Washington Post sýna einnig að um haustið 2017 leigði lífvarðasveitin hús í eigu Trump nærri klúbbi hans í Bedminster, New Jersey. Leiguverðið var 17 þúsund dalir á mánuði, sem er mun hærra en sambærileg hús voru leigð á á svæðinu. Hæsta leiguverðið sem fannst fyrir sambærilegt hús var 8.500 dalir á mánuði. Heimildarmenn Washington Post segja lífvarðasveitina hafa notað húsið út árið 2018. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur varið fúlgum fjár í leigu og veitingar á eignum Donald Trump, forseta, frá því hann tók við embætti. Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. Þá rukka fyrirtækin ríkið jafnvel þó Trump sjálfur haldi ekki til í umræddum klúbbum og hótelum og herbergin séu ekki í notkun. Það er þvert á yfirlýsingar Trump og sona hans um að fyrirtæki fjölskyldunnar græði ekki á ríkinu á meðan Trump er forseti. Trump hefur varið miklum tíma frá embættistöku hans í klúbbum hans í Flórída, New Jersey og víðar. Í kosningabaráttunni sagði forsetinn að ef hann yrði kjörinn hefði hann ekki tíma til að ferðast en hann gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, verulega fyrir að spila golf af og til. Þrátt fyrir það hefur Trump varið minnst 342 dögum í klúbbum sínum og hótelum. Það samsvarar um þriðjungi af forsetatíð hans og hefur leitt til mikils kostnaðar hjá lífvarðasveit forsetans, sem að miklu leyti rennur í vasa forsetans sjálfs. Skjöl sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir sýna fram á að ríkið hefur greitt um tæplega hálfa milljón dala til fyrirtækja Trump. Skjölin ná þó eingöngu yfir smávægilegan hluta tímabilsins sem Trump hefur setið í embætti forseta og er heildarupphæðin líklegast mun hærri. Samkvæmt lögum á lífvarðasveitin að tilkynna þinginu tvisvar á ári hve miklu opinberu fé er varið í að tryggja öryggi forsetans. Á síðustu þremur árum hefur þó einungis tveimur af sex skýrslum þar að lútandi verið skilað til þingsins. Lífvarðasveitin segir það vera vegna þess að mikilvægir starfsmenn hafi hætt og enginn hafi tekið við störfum þeirra. Í þeim tveimur skýrslum sem skilað hefur verið til þingsins, hefur þó ekkert staðið um það hve miklu hefur verið eytt hjá fyrirtækjum forsetans. Vilja ekki veita upplýsingar fyrr en eftir kosningar Þingmenn Demókrataflokksins hafa farið fram á að fá upplýsingar um kostnað lífvarðasveitarinnar. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, segist þó ekki vilja afhenda slíkar upplýsingar fyrr en í desember á þessu ári. Eftir forsetakosningarnar í nóvember. „Þeir hafa staðið í vegi okkar,“ sagði þingmaðurinn Tom Udall. „Hann er að reyna að fela upplýsingarnar fyrir almenningi, því hann veit hve illa þetta lítur út. Það er sannleikurinn. Hann er milljarðamæringur en við eyðum milljónum dala í að styðja einkafyrirtæki hans.“ Í yfirlýsingu til Washington Post sagði Eric Trump að fyrirtæki forsetans leigði herbergi og hús til ríkisins á kostnaðarverði. Hann sagði sömuleiðis að fyrirtækið myndi græða meira á því að leigja öðrum aðilum. Hann vildi þó ekki útskýra hvernig „kostnaðarverð“ væri áætlað. Gögn frá fyrstu ferð forsetans til klúbbs síns í Bedminster í febrúar 2017 sýna að ríkið var rukkað um 650 dali fyrir hvert herbergi, af þremur sem voru leigð. Það var rúmlega þrefalt hámarkið sem sett er á opinbera starfsmenn, (182 dalir) en lífvarðasveitin er undanskilin þeim reglum, og mun meira en meðlimir klúbbsins sem rukkaðir voru um 520 til 546 dali fyrir herbergi. Gögn Washington Post sýna einnig að um haustið 2017 leigði lífvarðasveitin hús í eigu Trump nærri klúbbi hans í Bedminster, New Jersey. Leiguverðið var 17 þúsund dalir á mánuði, sem er mun hærra en sambærileg hús voru leigð á á svæðinu. Hæsta leiguverðið sem fannst fyrir sambærilegt hús var 8.500 dalir á mánuði. Heimildarmenn Washington Post segja lífvarðasveitina hafa notað húsið út árið 2018.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira