Erlent

Kærkomin rigning í Ástralíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Bændur eru sérstaklega ánægðir með rigninguna.
Bændur eru sérstaklega ánægðir með rigninguna. EPA/PETER LORIMER

Slökkviliðsmenn og íbúar við austurströnd Ástralíu hafa tekið mikilli rigningu þar fagnandi þrátt fyrir að henni fylgdu flóð í Sydney. Slökkviliðsmenn berjast enn við tugi gróðurelda í New South Wales þar sem minnst 33 hafa dáið og rúmlega þrjú þúsund heimili hafa brunnið. Eldarnir kviknuðu í fyrra en undanfarin ár hefur Ástralía gengið í gegnum mikla þurrka.

Embættismenn eru vongóðir um að rigningin muni slökkva einhverja elda á svæðinu. Enn loga 42 eldar og slökkviliðsmönnum hefur ekki tekist að ná stjórn á sautján þeirra.

Í samtali við AP fréttaveituna sagði Shane Fitzsimmons, frá brunavörnum New South Wales, að flóðin hafi ekki valdið miklum skaða og íbúar séu glaðir vegna rigningarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í margar vikur sem rignir þarna á svæðinu.

Bændur eru sérstaklega ánægðir með rigninguna og segja þær breytingar sem landið hefur gengið í gengum á skömmum tíma líkjast kraftaverki. Allur gróður hafi virst dauðar fyrir nokkrum dögum en nú sé grasið grænna en það hafi nokkurn tímann verið.

Það segir Sarah Pearce allavega við ABC News í Ástralíu. Í frétt miðilsins má sjá fyrir og eftir myndir sem sýna glögglega þær breytingar sem um ræðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×