Íslenski boltinn

Grótta kom til baka fyrir norðan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grótta leikur í fyrsta sinn í efstu deild á næsta tímabili.
Grótta leikur í fyrsta sinn í efstu deild á næsta tímabili. mynd/grótta

Grótta gerði góða ferð norður á Akureyri og vann 1-2 sigur á Þór í riðli 3 í A-deild Lengjubikars karla í kvöld.

Grótta er með þrjú stig í riðlinum, líkt og HK sem vann FH í gær, 1-0.

Izaro Abella Sanchez kom Þór í 1-0 á 30. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Á 62. mínútu jafnaði Kristófer Orri Pétursson fyrir Gróttu. Tólf mínútum síðar skoraði Pétur Theodór Árnason, markahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar í fyrra, sigurmark Seltirninga.

Grótta býr sig nú undir fyrsta tímabil sitt í efstu deild. Þór leikur hins vegar í 1. deildinni sjötta árið í röð.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.