Íslenski boltinn

Grótta kom til baka fyrir norðan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grótta leikur í fyrsta sinn í efstu deild á næsta tímabili.
Grótta leikur í fyrsta sinn í efstu deild á næsta tímabili. mynd/grótta

Grótta gerði góða ferð norður á Akureyri og vann 1-2 sigur á Þór í riðli 3 í A-deild Lengjubikars karla í kvöld.Grótta er með þrjú stig í riðlinum, líkt og HK sem vann FH í gær, 1-0.Izaro Abella Sanchez kom Þór í 1-0 á 30. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.Á 62. mínútu jafnaði Kristófer Orri Pétursson fyrir Gróttu. Tólf mínútum síðar skoraði Pétur Theodór Árnason, markahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar í fyrra, sigurmark Seltirninga.Grótta býr sig nú undir fyrsta tímabil sitt í efstu deild. Þór leikur hins vegar í 1. deildinni sjötta árið í röð.Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.