Þjálfararnir tveir frá Skaganum hafa fengið meira en helming spjaldanna í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 15:00 Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, missti stjórn á skapi sínu í gær. Vísir/Daníel Þór Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í leiknum á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild karla í gær. Þetta var þriðja spjaldið sem Arnar fær í sumar en það fyrsta rauða. Eini þjálfarinn sem hefur fengið meira en eitt spjald í sumar er annar Skagamaður eða Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Jóhannes Karl hefur fengið tvö gul spjöld. Reyndar er Arnar langt frá því að vera sá eini á bekk Víkinga sem hafa fengið spjöld í sumar. Alls hafa starfsmenn Víkingsliðsins fengið sex spjöld í fyrstu tíu leikjum liðsins en fjórir leikmenn Víkingsliðsins hafa ennfremur fengið að líta rauða spjaldið í deildarleikjum liðsins sumarið 2020. Bekkurinn hjá Skaganum hefur einnig fengið rautt spjald þegar Ingimar Elí Hlynsson fékk rauða spjaldið í leik á móti Stjörnunni. Jóhannes Karl Guðjónsson fékk þrjú gul spjöld í deildarleikjum í fyrrasumar en Arnar var þá með tvö gul spjöld allt sumarið. Hér fyrir neðan má sjá spjöldin sem aðalþjálfarar liðanna tólf í Pepsi Max deild karla hafa fengið í sumar. Starfsmenn sumra félaganna hafa einnig nokkrir fengið spjald fyrir mótmæli. Bekkirnir hjá fimm liðum eru aftur á móti alveg spjaldalausir en það eru bekkirnir hjá Val, Breiðabliki, KR, FH, og Stjörnunni. Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson hafa fengið fimm af níu spjöldum aðalþjálfaranna sextán eða 56 prósent spjaldanna sem hafa farið á loft. Spjöld þjálfara í Pepsi Max deild karla í sumar: (Upplýsingar af heimasíðu KSÍ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Víkingi - Þrjú spjöld (2 gul og 1 rautt) Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Tvö spjöld (2 gul) Atli Sveinn Þórarinsson, Fylki - Eitt spjald (gult) Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Eitt spjald (gult) Arnar Grétarsson, KA - Eitt spjald (gult) Ágúst Þór Gylfason, Gróttu - Eitt spjald (gult) Heimir Guðjónsson, Val - Ekkert Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki - Ekkert Rúnar Kristinsson, KR - Ekkert Ólafur Helgi Kristjánsson, FH - Ekkert Eiður Smári Guðjohnsen, FH - Ekkert Logi Ólafsson, FH - Ekkert Ólafur Davíð Jóhannesson, Stjörnunni - Ekkert Rúnar Páll Sigmundsson, Stjörnunni - Ekkert Óli Stefán Flóventsson, KA - Ekkert Ásmundur Arnarsson, Fjölni - Ekkert Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í leiknum á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild karla í gær. Þetta var þriðja spjaldið sem Arnar fær í sumar en það fyrsta rauða. Eini þjálfarinn sem hefur fengið meira en eitt spjald í sumar er annar Skagamaður eða Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Jóhannes Karl hefur fengið tvö gul spjöld. Reyndar er Arnar langt frá því að vera sá eini á bekk Víkinga sem hafa fengið spjöld í sumar. Alls hafa starfsmenn Víkingsliðsins fengið sex spjöld í fyrstu tíu leikjum liðsins en fjórir leikmenn Víkingsliðsins hafa ennfremur fengið að líta rauða spjaldið í deildarleikjum liðsins sumarið 2020. Bekkurinn hjá Skaganum hefur einnig fengið rautt spjald þegar Ingimar Elí Hlynsson fékk rauða spjaldið í leik á móti Stjörnunni. Jóhannes Karl Guðjónsson fékk þrjú gul spjöld í deildarleikjum í fyrrasumar en Arnar var þá með tvö gul spjöld allt sumarið. Hér fyrir neðan má sjá spjöldin sem aðalþjálfarar liðanna tólf í Pepsi Max deild karla hafa fengið í sumar. Starfsmenn sumra félaganna hafa einnig nokkrir fengið spjald fyrir mótmæli. Bekkirnir hjá fimm liðum eru aftur á móti alveg spjaldalausir en það eru bekkirnir hjá Val, Breiðabliki, KR, FH, og Stjörnunni. Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson hafa fengið fimm af níu spjöldum aðalþjálfaranna sextán eða 56 prósent spjaldanna sem hafa farið á loft. Spjöld þjálfara í Pepsi Max deild karla í sumar: (Upplýsingar af heimasíðu KSÍ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Víkingi - Þrjú spjöld (2 gul og 1 rautt) Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Tvö spjöld (2 gul) Atli Sveinn Þórarinsson, Fylki - Eitt spjald (gult) Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Eitt spjald (gult) Arnar Grétarsson, KA - Eitt spjald (gult) Ágúst Þór Gylfason, Gróttu - Eitt spjald (gult) Heimir Guðjónsson, Val - Ekkert Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki - Ekkert Rúnar Kristinsson, KR - Ekkert Ólafur Helgi Kristjánsson, FH - Ekkert Eiður Smári Guðjohnsen, FH - Ekkert Logi Ólafsson, FH - Ekkert Ólafur Davíð Jóhannesson, Stjörnunni - Ekkert Rúnar Páll Sigmundsson, Stjörnunni - Ekkert Óli Stefán Flóventsson, KA - Ekkert Ásmundur Arnarsson, Fjölni - Ekkert
Spjöld þjálfara í Pepsi Max deild karla í sumar: (Upplýsingar af heimasíðu KSÍ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Víkingi - Þrjú spjöld (2 gul og 1 rautt) Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Tvö spjöld (2 gul) Atli Sveinn Þórarinsson, Fylki - Eitt spjald (gult) Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Eitt spjald (gult) Arnar Grétarsson, KA - Eitt spjald (gult) Ágúst Þór Gylfason, Gróttu - Eitt spjald (gult) Heimir Guðjónsson, Val - Ekkert Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki - Ekkert Rúnar Kristinsson, KR - Ekkert Ólafur Helgi Kristjánsson, FH - Ekkert Eiður Smári Guðjohnsen, FH - Ekkert Logi Ólafsson, FH - Ekkert Ólafur Davíð Jóhannesson, Stjörnunni - Ekkert Rúnar Páll Sigmundsson, Stjörnunni - Ekkert Óli Stefán Flóventsson, KA - Ekkert Ásmundur Arnarsson, Fjölni - Ekkert
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjá meira
Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00
Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00