Íslenski boltinn

Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR - Breiðablik, Pepsi max deild karla. Sumar 2020. Knattspyrna, fótbolti.
KR - Breiðablik, Pepsi max deild karla. Sumar 2020. Knattspyrna, fótbolti.

Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld.

KR hélt til Skotlands í dag, Glasgow nánar tiltekið, en þeir mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Aðeins verður leikinn einn leikur sem mun skera úr um hvort liðið fer áfram í næstu umferð.

KR-ingar þurfa að hafa hraðar hendur eftir leik þar sem á miðnætti á Íslandi taka nýjar reglur um alla komufarþega gildi. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld.

Takist KR ekki að skila sér heim fyrir miðnætti gætu KR-ingar endað á að þurfa fara í fimm daga sóttkví.

„Við höfum fengið beiðni frá KSÍ að skoða þetta mál sérstaklega,“ sagði Reynir í viðtali fyrr í dag.

Hann segir að það sé verið að leita lausna en málið sé flókið.

„Það er ekki víst að þetta náist fyrir annað kvöld en vonandi. Ef ekki þá lenda KR-ingar í nýju reglunum sem segir til um fimm daga í sóttkví,“ sagði Reynir einnig.

Þá ræddi Víðir ástæður þess af hverju honum finnst það ekki slæmt að íþróttalið – á borð við KR – fái undanþágu frá reglunum.

„Umhverfið sem þessir leikir eru spilaðir í er mjög sérstakt. Leikmennirnir þurfa að fara í skimun – og eru búnir að fara í skimun hér heima. Þeir ferðast með einkaflugvél og mega ekki umgangast neinn annan þegar þeir koma til landsins. Þeir fara einir í rútu og beint upp á hótel þar sem þeir eru lokaðir inni nema þegar þeir fara á létta æfingu og í leikinn. Fara svo aftur með einkaflugi heim þar sem þeir fara aftur í gegnum sérstakan inngang sem enginn annar notar,“ sagði Víðir að lokum.

Viðtalið við Víði og frétt Rikka G. í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Leikur Celtic og KR verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 18:45 annað kvöld.

Klippa: KR-ingar þurfa að hafa hraðar hendur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×