Íslenski boltinn

Arnar Grétarsson: Menn gera mistök í fótbolta

Andri Már Eggertsson skrifar
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA. Vísir/Stefán

KA tapaði 1-0 fyrir toppliði Vals í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu að Hlíðarenda í dag. Markið kom eftir klaufaleg mistök í liði KA-manna en þetta er fyrsta markið sem liðið fær á sig síðan Arnar Grétarsson tók við stjórnartaumum þess.

„Ég hef ekki séð markið aftur en ein sog fótboltinn er þá gera menn mistök. Þetta atvik var klaufalegt sem við áttum að koma í veg fyrir. Það komu nokkur atvik hjá okkur í fyrri hálfleik sem við erum með boltann og ætlum að spila út en það gekk ekki. Leiddi það til þess að Valur fékk færi sem við vorum að setja upp fyrir þá sem er svekkjandi og gerir leikinn erfiðari fyrir okkur,” sagði Arnar svekktur hvernig hans liði spiluðu fyrri hálfleikinn.

Arnar var ánægður með KA liðið í seinni hálfleik þar sem þeir settu pressu á Vals liðið og komu sér í góð færi.

„Við vorum mikið með boltann og fengum nokkrar góðar stöður á vellinum en þó voru þetta bara stöður sem hefðu getað skapað dauðafæri sem komu ekki. Ég var bara ánægður með seinni hálfleikinn við settum þá undir pressu þó ég vill að síðasta sendingin til að fá dauðafæri komi í leiknum en það var það sem vantaði upp á.”

KA vildi fá vítaspyrnu oftar en einu sinni en þá var það helst atvik þegar Rasmus Christiansen virtist hrynja á leikmann KA.

„Ég sá ekki atvikið en mér var sagt eftir að menn hefðu séð þetta á myndskeiði að þetta átti að vera víti sem er ennþá meira svekkjandi ef svo reynist rétt, svona er fótboltinn þú færð sumt en svo hallar á móti þér líka, það hefur verið talsvert mikið af svona atvikum sem við áttum að fá en við fengum ekki,” sagði Arnar og bætti við að þetta hefði ekki verið víti vegna þess að það var ekki dæmt.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.