Íbúar Wuhan lýsa upplifun sinni: „Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2020 12:15 Myndin er tekin fyrr í vikunni á tómum götum Wuhan-borgar. vísir/ap Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. Fólk sem hefur reynt að yfirgefa borgina hefur verið sagt að fara aftur til baka til borgarinnar og þá vinna erlend ríki að því að koma ríkisborgurum sínum sem búsettir eru í Wuhan til heimalandsins. Að minnsta kosti 170 manns hafa látist vegna veirunnar, flestir í Hubei-héraðinu þar sem Wuhan er. Þá eru staðfest smit 7711. Veiran hefur nú breiðst út um allt meginland Kína sem og til sextán landa, svo staðfest sé. Breska blaðið Guardian heyrði í nokkrum íbúum Wuhan fyrr í vikunni þar sem þeir sögðu frá upplifun sinni af því að mega ekki fara frá borginni. „Í dag er sjötti dagurinn þar sem borgin er lokuð. Ég fór út í fyrsta skipti í dag í búðina því það var orðið of kæfandi að vera heima. Það er enginn úti við. Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður, í þessari neikvæðni sem hefur verið síðustu daga. Mér líður betur í dag eftir að hafa farið út,“ segir Xiao Li í samtali við Guardian. Kvíðinn eykst dag frá degi Yvonne Griffiths, prófessor, kom til Wuhan fyrir um þremur vikum til að vinna. Hún segir kvíðann aukast dag frá degi. „Það sem við sjáum er að allir vegirnir eru auðir og það er mjög lítil umferð á því svæði þar sem við erum. Allir eru með andlitsgrímur. Við fengum okkur litlar, einfaldar grímur en svo höfum við heyrt að þær séu kannski ekki jafnöruggar og aðrar grímur,“ segir Griffiths. Þá rifjar Ms. Tian upp daginn þegar borginni var lokað í síðustu viku. „Á þeim tímapunkti var eldra fólki ráðlagt frá því að fara út. Ég á barn svo maðurinn minn fór út að versla. Við eigum núna nóg af birgðum fyrir þrjá til fimm daga en við erum ekki viss um hvernig aðstæðurnar eru úti. Á hverjum morgni, um leið og ég vakna, fer ég á netið til að athuga með að fá grænmeti sent heim. Svo virðist sem sú starfsemi sé í gangi eins og vanalega en það selst hratt upp. Klukkan tíu er allt uppselt.“ Mjög hrædd en reyna að vera hugrökk Joe Armitt, kennari frá Bretlandi sem starfar í Wuhan, vill komast aftur til heimalandsins. „Ég held að ég tali fyrir meirihluta þeirra Breta sem búa hér í Wuhan þegar ég segi að þetta eru ógnvekjandi aðstæður, mörg okkar eru mjög hrædd, en við reynum að vera hugrökk. Flest okkar eru samt hrædd og vilja komast aftur til Bretlands. Ég vil svo sannarlega komast aftur þangað,“ segir Joe. Hér fyrir neðan má sjá myndband Guardian í heild sinni þar sem rætt var um ástandið í Wuhan við íbúa borgarinnar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Sjá meira
Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. Fólk sem hefur reynt að yfirgefa borgina hefur verið sagt að fara aftur til baka til borgarinnar og þá vinna erlend ríki að því að koma ríkisborgurum sínum sem búsettir eru í Wuhan til heimalandsins. Að minnsta kosti 170 manns hafa látist vegna veirunnar, flestir í Hubei-héraðinu þar sem Wuhan er. Þá eru staðfest smit 7711. Veiran hefur nú breiðst út um allt meginland Kína sem og til sextán landa, svo staðfest sé. Breska blaðið Guardian heyrði í nokkrum íbúum Wuhan fyrr í vikunni þar sem þeir sögðu frá upplifun sinni af því að mega ekki fara frá borginni. „Í dag er sjötti dagurinn þar sem borgin er lokuð. Ég fór út í fyrsta skipti í dag í búðina því það var orðið of kæfandi að vera heima. Það er enginn úti við. Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður, í þessari neikvæðni sem hefur verið síðustu daga. Mér líður betur í dag eftir að hafa farið út,“ segir Xiao Li í samtali við Guardian. Kvíðinn eykst dag frá degi Yvonne Griffiths, prófessor, kom til Wuhan fyrir um þremur vikum til að vinna. Hún segir kvíðann aukast dag frá degi. „Það sem við sjáum er að allir vegirnir eru auðir og það er mjög lítil umferð á því svæði þar sem við erum. Allir eru með andlitsgrímur. Við fengum okkur litlar, einfaldar grímur en svo höfum við heyrt að þær séu kannski ekki jafnöruggar og aðrar grímur,“ segir Griffiths. Þá rifjar Ms. Tian upp daginn þegar borginni var lokað í síðustu viku. „Á þeim tímapunkti var eldra fólki ráðlagt frá því að fara út. Ég á barn svo maðurinn minn fór út að versla. Við eigum núna nóg af birgðum fyrir þrjá til fimm daga en við erum ekki viss um hvernig aðstæðurnar eru úti. Á hverjum morgni, um leið og ég vakna, fer ég á netið til að athuga með að fá grænmeti sent heim. Svo virðist sem sú starfsemi sé í gangi eins og vanalega en það selst hratt upp. Klukkan tíu er allt uppselt.“ Mjög hrædd en reyna að vera hugrökk Joe Armitt, kennari frá Bretlandi sem starfar í Wuhan, vill komast aftur til heimalandsins. „Ég held að ég tali fyrir meirihluta þeirra Breta sem búa hér í Wuhan þegar ég segi að þetta eru ógnvekjandi aðstæður, mörg okkar eru mjög hrædd, en við reynum að vera hugrökk. Flest okkar eru samt hrædd og vilja komast aftur til Bretlands. Ég vil svo sannarlega komast aftur þangað,“ segir Joe. Hér fyrir neðan má sjá myndband Guardian í heild sinni þar sem rætt var um ástandið í Wuhan við íbúa borgarinnar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Sjá meira