Send í leyfi eftir að hafa sett þeldökk börn í hlutverk þræla í skólaleikriti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2020 16:05 Frá Hamden í Connecticut. Google Maps Grunnskólakennari í Hamden, í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum, hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa sett tvo þeldökka nemendur sína í hlutverk þræla í skólaleikriti sem bekkur hennar setti upp. Börnin sem um ræðir eru 10 og 11 ára gamlir nemendur í fimmta bekk. Til stóð að önnur börn sem tækju þátt í uppsetningu leikritsins kæmu til með að hýða þau með svipum í leikritinu. Carmen og Joshua Parker, foreldrar annars barnsins, 10 ára stúlku sem á þeldökka móður og hvítan föður, kvörtuðu til skólans og annarra yfirvalda þegar þau komust á snoðir um málið. Þau hafa einnig kallað eftir því að kennarar í Hamden fái fjölbreytnifræðslu (e. diversity training).Á vef BBC er haft eftir móður stúlkunnar að hún telji leikritið ekki rétta leið til þess að fræða ung börn um sögu þrælahalds, auk þess sem hún hefði áhyggjur af þeirri mynd sem dregin væri upp af svörtu fólki í umræddu leikriti. Nafn kennarans, sem er hvít kona, kemur ekki fram í fréttinni. „Senan hefst á því að ónafngreindum þrælum [númer] eitt og tvö er ýtt í átt að skipi þrælahaldarans, sem er leikinn af barni.“ Í viðtali við sjónvarpsstöð í Connecticut sagðist móðirin hafa reynt að átta sig á þeirri hugmynd að láta börn í leikritinu hýða önnur börn. Kennarinn sem sá um leikritið hefur nú verið sendur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn á málinu stendur yfir. Stjórnendur skólans hafa sagt að leikritið sé ekki hluti af námskrá skólans og hafi ekki verið samþykkt af skólayfirvöldum. Móðirin telur hins vegar að lausnin felist ekki í því að skella skuldinni á kennarann. „Kennarar eru ekki blórabögglar fyrir kerfi sem er bersýnilega gallað og hefur þaggað niður í röddum minnihlutahópa og fatlaðra,“ sagði hún á fundi skólamálanefndar í Hamden. Bandaríkin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Grunnskólakennari í Hamden, í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum, hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa sett tvo þeldökka nemendur sína í hlutverk þræla í skólaleikriti sem bekkur hennar setti upp. Börnin sem um ræðir eru 10 og 11 ára gamlir nemendur í fimmta bekk. Til stóð að önnur börn sem tækju þátt í uppsetningu leikritsins kæmu til með að hýða þau með svipum í leikritinu. Carmen og Joshua Parker, foreldrar annars barnsins, 10 ára stúlku sem á þeldökka móður og hvítan föður, kvörtuðu til skólans og annarra yfirvalda þegar þau komust á snoðir um málið. Þau hafa einnig kallað eftir því að kennarar í Hamden fái fjölbreytnifræðslu (e. diversity training).Á vef BBC er haft eftir móður stúlkunnar að hún telji leikritið ekki rétta leið til þess að fræða ung börn um sögu þrælahalds, auk þess sem hún hefði áhyggjur af þeirri mynd sem dregin væri upp af svörtu fólki í umræddu leikriti. Nafn kennarans, sem er hvít kona, kemur ekki fram í fréttinni. „Senan hefst á því að ónafngreindum þrælum [númer] eitt og tvö er ýtt í átt að skipi þrælahaldarans, sem er leikinn af barni.“ Í viðtali við sjónvarpsstöð í Connecticut sagðist móðirin hafa reynt að átta sig á þeirri hugmynd að láta börn í leikritinu hýða önnur börn. Kennarinn sem sá um leikritið hefur nú verið sendur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn á málinu stendur yfir. Stjórnendur skólans hafa sagt að leikritið sé ekki hluti af námskrá skólans og hafi ekki verið samþykkt af skólayfirvöldum. Móðirin telur hins vegar að lausnin felist ekki í því að skella skuldinni á kennarann. „Kennarar eru ekki blórabögglar fyrir kerfi sem er bersýnilega gallað og hefur þaggað niður í röddum minnihlutahópa og fatlaðra,“ sagði hún á fundi skólamálanefndar í Hamden.
Bandaríkin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira