Send í leyfi eftir að hafa sett þeldökk börn í hlutverk þræla í skólaleikriti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2020 16:05 Frá Hamden í Connecticut. Google Maps Grunnskólakennari í Hamden, í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum, hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa sett tvo þeldökka nemendur sína í hlutverk þræla í skólaleikriti sem bekkur hennar setti upp. Börnin sem um ræðir eru 10 og 11 ára gamlir nemendur í fimmta bekk. Til stóð að önnur börn sem tækju þátt í uppsetningu leikritsins kæmu til með að hýða þau með svipum í leikritinu. Carmen og Joshua Parker, foreldrar annars barnsins, 10 ára stúlku sem á þeldökka móður og hvítan föður, kvörtuðu til skólans og annarra yfirvalda þegar þau komust á snoðir um málið. Þau hafa einnig kallað eftir því að kennarar í Hamden fái fjölbreytnifræðslu (e. diversity training).Á vef BBC er haft eftir móður stúlkunnar að hún telji leikritið ekki rétta leið til þess að fræða ung börn um sögu þrælahalds, auk þess sem hún hefði áhyggjur af þeirri mynd sem dregin væri upp af svörtu fólki í umræddu leikriti. Nafn kennarans, sem er hvít kona, kemur ekki fram í fréttinni. „Senan hefst á því að ónafngreindum þrælum [númer] eitt og tvö er ýtt í átt að skipi þrælahaldarans, sem er leikinn af barni.“ Í viðtali við sjónvarpsstöð í Connecticut sagðist móðirin hafa reynt að átta sig á þeirri hugmynd að láta börn í leikritinu hýða önnur börn. Kennarinn sem sá um leikritið hefur nú verið sendur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn á málinu stendur yfir. Stjórnendur skólans hafa sagt að leikritið sé ekki hluti af námskrá skólans og hafi ekki verið samþykkt af skólayfirvöldum. Móðirin telur hins vegar að lausnin felist ekki í því að skella skuldinni á kennarann. „Kennarar eru ekki blórabögglar fyrir kerfi sem er bersýnilega gallað og hefur þaggað niður í röddum minnihlutahópa og fatlaðra,“ sagði hún á fundi skólamálanefndar í Hamden. Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Grunnskólakennari í Hamden, í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum, hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa sett tvo þeldökka nemendur sína í hlutverk þræla í skólaleikriti sem bekkur hennar setti upp. Börnin sem um ræðir eru 10 og 11 ára gamlir nemendur í fimmta bekk. Til stóð að önnur börn sem tækju þátt í uppsetningu leikritsins kæmu til með að hýða þau með svipum í leikritinu. Carmen og Joshua Parker, foreldrar annars barnsins, 10 ára stúlku sem á þeldökka móður og hvítan föður, kvörtuðu til skólans og annarra yfirvalda þegar þau komust á snoðir um málið. Þau hafa einnig kallað eftir því að kennarar í Hamden fái fjölbreytnifræðslu (e. diversity training).Á vef BBC er haft eftir móður stúlkunnar að hún telji leikritið ekki rétta leið til þess að fræða ung börn um sögu þrælahalds, auk þess sem hún hefði áhyggjur af þeirri mynd sem dregin væri upp af svörtu fólki í umræddu leikriti. Nafn kennarans, sem er hvít kona, kemur ekki fram í fréttinni. „Senan hefst á því að ónafngreindum þrælum [númer] eitt og tvö er ýtt í átt að skipi þrælahaldarans, sem er leikinn af barni.“ Í viðtali við sjónvarpsstöð í Connecticut sagðist móðirin hafa reynt að átta sig á þeirri hugmynd að láta börn í leikritinu hýða önnur börn. Kennarinn sem sá um leikritið hefur nú verið sendur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn á málinu stendur yfir. Stjórnendur skólans hafa sagt að leikritið sé ekki hluti af námskrá skólans og hafi ekki verið samþykkt af skólayfirvöldum. Móðirin telur hins vegar að lausnin felist ekki í því að skella skuldinni á kennarann. „Kennarar eru ekki blórabögglar fyrir kerfi sem er bersýnilega gallað og hefur þaggað niður í röddum minnihlutahópa og fatlaðra,“ sagði hún á fundi skólamálanefndar í Hamden.
Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira