Erlent

Lýsti yfir fram­boði árið 2017 en dregur það nú til baka

Atli Ísleifsson skrifar
John Delaney var fyrstur Demókrata til að lýsa yfir framboði.
John Delaney var fyrstur Demókrata til að lýsa yfir framboði. Getty

Bandaríski demókratinn John Delaney, fyrrverandi fulltrúardeildarþingmaður Maryland, hefur ákveðið að draga framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka.

Delaney greindi frá ákvörðun sinni í samtali við CNN. Þingmaðurinn fyrrverandi tilkynnti í júlí 2017 að hann myndi sækjast eftir því að verða forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember næstkomandi. Var hann fyrstur Demókrata til að gera það.

Vinsældir Delaney náðu hins vegar aldrei flugi og mældist hann aldrei með meira en tveggja prósenta fylgi í könnunum. Delaney átti sæti í fulltrúadeildinni á árunum 2013 til 2019.

Fyrsta forval Demókrata fer fram í Iowa á mánudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×