Enski boltinn

Stam um Ig­halo: Ó­vænt en hann hefur engu að tapa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ighalo í leik með Nígeríu en hann er nú hættur að leika með þjóð sinni.
Ighalo í leik með Nígeríu en hann er nú hættur að leika með þjóð sinni. vísir/getty

Odion Ighalo gekk nokkuð óvænt í raðir Manchester United undir lok félagaskiptagluggans í gær.



Ighalo kemur á láni frá Shanghai Shenua þar sem hann hefur leikið í tæpt ár en hann gerði garðinn frægan hjá Watford áður en hann fór til Kína.

Jaap Stam, sem lék með Manchester United frá 1998 til 2001, tjáði sig um félagaskiptin í gær.

„Þetta er óvænt en hann hefur engu að tapa,“ sagði Staam sem var í settinu hjá Sky Sports á gluggadeginum í gær.

„Það var enginn að búast við þessu. Hann getur bara farið þarna og gert sitt besta. Vonandi mun hann gera vel því við viljum öll fá Manchester United í toppbaráttuna aftur.“

Manchester United mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær en Ighalo verður ekki með liðinu í þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×