Norska stjórnin er sprungin Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2020 13:01 Siv Jensen er formaður norska Framfaraflokksins. Getty Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá ákvörðun flokksins nú fyrir stundu. „Ég fór með okkur inn í ríkisstjórn og nú fer ég með Framfaraflokkinn út úr ríkisstjórn,“ sagði Jensen eftir fund flokksstjórnar í hádeginu. Reiknað er með að ríkisstjórn Ernu Solberg, minnihlutastjórn, muni áfram stýra landinu, þar til að annað kemur í ljós. Mikil óánægja hefur verið innan Framfaraflokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Jensen og Erna Solberg forsætisráðherra funduðu í morgun til að ræða kröfulista sem Jensen lagði fram með skilyrðum fyrir áframhaldandi stjórnarþátttöku. Fundurinn stóð í um klukkustund. Siv Jensen og Erna Solberg eftir myndun ríkisstjórnar Hægriflokksins og Framfaraflokksins árið 2013.EPA Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn frá árinu 2013. Síðustu misserin hafa fjórir flokkar starfað saman í stjórn - Hægriflokkur Solberg, Framfaraflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre. „Að eiga sæti í ríkisstjórn hefur alltaf verið leið til að fá í gegn pólitík okkar, ekki markmið í sjálfu sér,“ sagði Jensen og bætti við að erfiðleikar hafi verið í samstarfinu að undanförnu. Hún segist þó stolt af ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar, meðal annars að hafa náð í gegn hertri innflytjendalöggjöf. Málamiðlanirnar í stjórnarsamstarfinu hafi hins vegar orðið of miklar til að hægt væri að réttlæta áframhaldandi veru flokksins í stjórn, sagði Jensen. Konan og börnum hennar var haldið í al-Hol búðunum í norðausturhluta Sýrlands, ásamt þúsundum annarra fjölskyldumeðlima ISIS-liða. Aðstæður þar hafa lengi verið verulega slæmar og var annað barna konunnar orðið verulega veikt. Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Ríkisstjórn Noregs hafði stungið upp á því að veika barnið yrði eitt flutt til Noregs en því hafði konan neitað alfarið. Forsvarsmenn Framfaraflokksins hafa sagst vilja barnið til Noregs en ekki konuna og segja hana hafa nýtt sér veikt barnið til að komast til aftur til Noregs. Noregur Tengdar fréttir Örlagadagur í norskri pólitík Ekki er útilokað að Framfaraflokkurinn sprengi norsku ríkisstjórnina í dag. 20. janúar 2020 07:32 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá ákvörðun flokksins nú fyrir stundu. „Ég fór með okkur inn í ríkisstjórn og nú fer ég með Framfaraflokkinn út úr ríkisstjórn,“ sagði Jensen eftir fund flokksstjórnar í hádeginu. Reiknað er með að ríkisstjórn Ernu Solberg, minnihlutastjórn, muni áfram stýra landinu, þar til að annað kemur í ljós. Mikil óánægja hefur verið innan Framfaraflokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Jensen og Erna Solberg forsætisráðherra funduðu í morgun til að ræða kröfulista sem Jensen lagði fram með skilyrðum fyrir áframhaldandi stjórnarþátttöku. Fundurinn stóð í um klukkustund. Siv Jensen og Erna Solberg eftir myndun ríkisstjórnar Hægriflokksins og Framfaraflokksins árið 2013.EPA Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn frá árinu 2013. Síðustu misserin hafa fjórir flokkar starfað saman í stjórn - Hægriflokkur Solberg, Framfaraflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre. „Að eiga sæti í ríkisstjórn hefur alltaf verið leið til að fá í gegn pólitík okkar, ekki markmið í sjálfu sér,“ sagði Jensen og bætti við að erfiðleikar hafi verið í samstarfinu að undanförnu. Hún segist þó stolt af ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar, meðal annars að hafa náð í gegn hertri innflytjendalöggjöf. Málamiðlanirnar í stjórnarsamstarfinu hafi hins vegar orðið of miklar til að hægt væri að réttlæta áframhaldandi veru flokksins í stjórn, sagði Jensen. Konan og börnum hennar var haldið í al-Hol búðunum í norðausturhluta Sýrlands, ásamt þúsundum annarra fjölskyldumeðlima ISIS-liða. Aðstæður þar hafa lengi verið verulega slæmar og var annað barna konunnar orðið verulega veikt. Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Ríkisstjórn Noregs hafði stungið upp á því að veika barnið yrði eitt flutt til Noregs en því hafði konan neitað alfarið. Forsvarsmenn Framfaraflokksins hafa sagst vilja barnið til Noregs en ekki konuna og segja hana hafa nýtt sér veikt barnið til að komast til aftur til Noregs.
Noregur Tengdar fréttir Örlagadagur í norskri pólitík Ekki er útilokað að Framfaraflokkurinn sprengi norsku ríkisstjórnina í dag. 20. janúar 2020 07:32 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Örlagadagur í norskri pólitík Ekki er útilokað að Framfaraflokkurinn sprengi norsku ríkisstjórnina í dag. 20. janúar 2020 07:32