Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 09:08 Gilbert er sögð hafa verið fangelsuð sumarið 2018. Twitter Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. Þetta hefur Guardian upp úr bréfum sem hún sendi úr fangelsinu. Moore-Gilbert er menntuð í stjórnmálum Mið-Austurlanda við Cambridge-háskóla. Hún var í fyrra dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir og afplánar nú dóminn í einangrunarvist í hinu alræmda Evin-fangelsi í Teheran. Bæði Moore-Gilbert og áströlsk yfirvöld segja ákæruna á hendur henni uppspuna frá rótum. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Guardian birti seint í gærkvöldi umfjöllun upp úr bréfum sem Moore-Gilbert ritaði stjórnvöldum í Íran á tímabilinu júní til desember 2019. Þar segir hún að í október síðastliðnum hafi henni verið boðnir afarkostir: annars vegar þrettán mánaða dóm, sem hefði tryggt henni frelsi, og hins vegar staðfesting á tíu ára dómnum. „Ég er ekki njósnari“ Þá greinir hún einnig frá því að henni hafi verið boðið að njósna fyrir Íran í skiptum fyrir fyrri valkostinn og þannig lausn úr fangelsinu. Hún kveðst hins vegar ítrekað hafa hafnað slíkum tilboðum. „Ég er ekki njósnari. Ég hef aldrei verið njósnari og ég hef engan áhuga á því að starfa fyrir njósnasamtök í nokkru landi. Þegar ég yfirgef Íran vil ég vera frjáls kona og lifa frjálsu lífi, ekki í skugga kúgana og hótana,“ skrifar Moore-Gilbert í bréfi sem stílað er á einstakling sem fer með mál hennar í írönsku stjórnkerfi. Moore-Gilbert lýsir jafnframt hræðilegum aðstæðum í fangelsinu í bréfum sínum. Hún segist hafa verið í einangrun svo mánuðum skipti í sex fermetra klefa allan sólarhringinn. Þá sé henni neitað um að hringja í fjölskyldu sína og líkamlegri og andlegri heilsu hennar hafi hrakað mjög, svo mikið að hún hafi ítrekað verið flutt á sjúkrahús. Áströlsk yfirvöld hafa reynt að semja um framsal Moore-Gilbert en án árangurs. Áður hafði verið greint frá því að þau Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem hefur notið mikilla vinsælda sem ferðabloggarar á samfélagsmiðlum, væru í haldi í Evin-fangelsinu. Þau voru handtekinn á ferðalagi í byrjun júní síðastliðnum en sleppt úr haldi í október í skiptum fyrir íranskan fanga sem handtekinn var í áströlsku borginni Brisbane. Ástralía Íran Tengdar fréttir Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41 Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06 Ferðabloggararnir lausir úr fangelsi og komnir heim Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. 5. október 2019 15:19 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. Þetta hefur Guardian upp úr bréfum sem hún sendi úr fangelsinu. Moore-Gilbert er menntuð í stjórnmálum Mið-Austurlanda við Cambridge-háskóla. Hún var í fyrra dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir og afplánar nú dóminn í einangrunarvist í hinu alræmda Evin-fangelsi í Teheran. Bæði Moore-Gilbert og áströlsk yfirvöld segja ákæruna á hendur henni uppspuna frá rótum. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Guardian birti seint í gærkvöldi umfjöllun upp úr bréfum sem Moore-Gilbert ritaði stjórnvöldum í Íran á tímabilinu júní til desember 2019. Þar segir hún að í október síðastliðnum hafi henni verið boðnir afarkostir: annars vegar þrettán mánaða dóm, sem hefði tryggt henni frelsi, og hins vegar staðfesting á tíu ára dómnum. „Ég er ekki njósnari“ Þá greinir hún einnig frá því að henni hafi verið boðið að njósna fyrir Íran í skiptum fyrir fyrri valkostinn og þannig lausn úr fangelsinu. Hún kveðst hins vegar ítrekað hafa hafnað slíkum tilboðum. „Ég er ekki njósnari. Ég hef aldrei verið njósnari og ég hef engan áhuga á því að starfa fyrir njósnasamtök í nokkru landi. Þegar ég yfirgef Íran vil ég vera frjáls kona og lifa frjálsu lífi, ekki í skugga kúgana og hótana,“ skrifar Moore-Gilbert í bréfi sem stílað er á einstakling sem fer með mál hennar í írönsku stjórnkerfi. Moore-Gilbert lýsir jafnframt hræðilegum aðstæðum í fangelsinu í bréfum sínum. Hún segist hafa verið í einangrun svo mánuðum skipti í sex fermetra klefa allan sólarhringinn. Þá sé henni neitað um að hringja í fjölskyldu sína og líkamlegri og andlegri heilsu hennar hafi hrakað mjög, svo mikið að hún hafi ítrekað verið flutt á sjúkrahús. Áströlsk yfirvöld hafa reynt að semja um framsal Moore-Gilbert en án árangurs. Áður hafði verið greint frá því að þau Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem hefur notið mikilla vinsælda sem ferðabloggarar á samfélagsmiðlum, væru í haldi í Evin-fangelsinu. Þau voru handtekinn á ferðalagi í byrjun júní síðastliðnum en sleppt úr haldi í október í skiptum fyrir íranskan fanga sem handtekinn var í áströlsku borginni Brisbane.
Ástralía Íran Tengdar fréttir Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41 Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06 Ferðabloggararnir lausir úr fangelsi og komnir heim Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. 5. október 2019 15:19 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41
Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06
Ferðabloggararnir lausir úr fangelsi og komnir heim Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. 5. október 2019 15:19