Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2020 14:45 Donald Trump talaði í hálftíma í Davos. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi „heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. Hin árlega ráðstefna helstu áhrifamanna heimsins snýst að þessu sinni um sjálfbærni og þó að Trump hafi að mestu nýtt ræðutíma sinn í að þylja upp það sem hann telur vera helstu afrek Bandaríkjastjórnar undir hans stjórn ræddi hann stuttlega um umræðu um loftslagsbreytingar. Hvatti hann meðal annars viðstadda til þess að hafna málflutningi „heimsendaspámanna“ sem spá miklum hamförum verði ekkert að gert til þess að stemma stigu við loftslagsbreytingar af mannavöldum. „Þessir spámenn vilja alltaf það sama. Algjör völd til þess að drottna yfir, umbreyta og stjórna því hvernig við lifum lífinu,“ sagði Trump. Erlendir fréttamiðlar hafa sett ummæli Trump í samhengi við það að aðgerðarsinninn sænski Greta Thunberg, sem er sautján ára, var viðstödd ávarp Trump. Hún hefur margsinnis gagnrýnt forsetans og hvatt leiðtoga heimsins til þess að grípa tafarlaust til aðgerða í loftslagsmálum. Í ávarpinu sagði Trump að umhverfismál væru honum mjög mikilvæg. Þannig minntist hann á það að hann væri stuðningsmaður áætlana um að planta billjónum trjá um heim allan á næstkomandi árum til að binda kolefni. „Það sem ég vil er hreinasta vatnið og hreinasta loftið,“ sagði Trump. Thunberg svaraði Trump í sömu mynt, án þess að nefna hann á nafn. Hún varaði leiðtog heimsins við aðgerðarleysi. „Ég velti því fyrir mér hvað þið ætlið að segja börnum ykkar að hafi verið ástæðan fyrir því að ykkur mistókst og að þið skilduð þau eftir til þess að glíma við loftslagsógnina sem er af ykkar völdum,“ sagði Thunberg og bætti við. „Þið segið: Við munum ekki bregðast ykkur. Ekki vera svona svartsýn. Svo er það bara þögn.“ Donald Trump Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi „heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. Hin árlega ráðstefna helstu áhrifamanna heimsins snýst að þessu sinni um sjálfbærni og þó að Trump hafi að mestu nýtt ræðutíma sinn í að þylja upp það sem hann telur vera helstu afrek Bandaríkjastjórnar undir hans stjórn ræddi hann stuttlega um umræðu um loftslagsbreytingar. Hvatti hann meðal annars viðstadda til þess að hafna málflutningi „heimsendaspámanna“ sem spá miklum hamförum verði ekkert að gert til þess að stemma stigu við loftslagsbreytingar af mannavöldum. „Þessir spámenn vilja alltaf það sama. Algjör völd til þess að drottna yfir, umbreyta og stjórna því hvernig við lifum lífinu,“ sagði Trump. Erlendir fréttamiðlar hafa sett ummæli Trump í samhengi við það að aðgerðarsinninn sænski Greta Thunberg, sem er sautján ára, var viðstödd ávarp Trump. Hún hefur margsinnis gagnrýnt forsetans og hvatt leiðtoga heimsins til þess að grípa tafarlaust til aðgerða í loftslagsmálum. Í ávarpinu sagði Trump að umhverfismál væru honum mjög mikilvæg. Þannig minntist hann á það að hann væri stuðningsmaður áætlana um að planta billjónum trjá um heim allan á næstkomandi árum til að binda kolefni. „Það sem ég vil er hreinasta vatnið og hreinasta loftið,“ sagði Trump. Thunberg svaraði Trump í sömu mynt, án þess að nefna hann á nafn. Hún varaði leiðtog heimsins við aðgerðarleysi. „Ég velti því fyrir mér hvað þið ætlið að segja börnum ykkar að hafi verið ástæðan fyrir því að ykkur mistókst og að þið skilduð þau eftir til þess að glíma við loftslagsógnina sem er af ykkar völdum,“ sagði Thunberg og bætti við. „Þið segið: Við munum ekki bregðast ykkur. Ekki vera svona svartsýn. Svo er það bara þögn.“
Donald Trump Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50