Rúnar sér ekki eftir því að hafa sagt nei við Dalglish og Liverpool á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 10:00 Kenny Dalglish á 1989-90 tímabilinu og Rúnar Kristinsson. Getty/Samsett Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er gestur í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf og ræddi þar meðal annars tilboðið sem hann fékk frá Liverpool í lok níunda áratugsins. Rúnar heimsótti þá Huga Halldórsson og Ingimar Helgi Finnsson og ræddu þeir bæði leikmannaferilinn, þjálfaraferilinn og titilvörnina í Pepsi Max deildinni í sumar. Rúnar er Liverpool maður og þetta tímabil er búið að vera draumi líkast. „Þetta er búið að vera geggjað tímabil og kannski áframhald á endinum á tímabilinu í fyrra. Bæði Liverpool og Manchester City unnu fjórtán til fimmtán leiki í röð þegar þau voru að berjast um sigurinn þar. Svo byrjar þetta tímabil hjá Liverpool eins og hitt endaði,“ sagði Rúnar. „Það er ofboðslega flottur stígandi í leik Liverpool en á sama tíma er City búið að byrja illa. Ég held að vegna þess að þeir eru búnir að vinna tvö ár í röð þá kemur smá þreyta. Það þarf endurnýjun og það þarf eitthvað nýtt. Menn eru smá saddir þótt að maður sjái að Pep Guardiola er alltaf brjálaður á hliðarlínunni að reka þá áfram. Það er mjög erfitt að vinna tvö ár í röð hvað þá þrjú ár í röð. Það kom smá hik á City í byrjun,“ sagði Rúnar en á Liverpool eftir að tapa? „Jú þeir eiga eftir að tapa. Það er erfitt að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa, Ég held að þetta snúist um City leikinn á útivelli,“ sagði Rúnar. Talið barst líka að því þegar Rúnari var boðið að æfa með Liverpool í í október 1989 en þá var Liverpool með besta lið ensku deildarinnar og Rúnar stuðningsmaður félagsins. Rúnar var spurður hvort að hann sjá eftir þeirri stóru ákvörðun fyrir þrjátíu árum að segja nei við Liverpool „Nei ég sé ekkert eftir þvi. Það er svo langt síðan. Fótboltinn í Englandi þá var allt annar en hann er í dag og hentaði mér ekki. Ég stæði sennilega ekki í lappirnar í dag hefði ég farið þangað,“ sagði Rúnar. Jú tæklingarnar flugu vissulega í enska boltanum á þessum árum og léttir og teknískir menn kannski í stórhættu á að vera sparkaðir ítrekað niður. Kenny Dalglish var þarna stóri Liverpool og hann vildi fá Rúnar eftir að KR-ingurinn hafði æft með liðinu og spilað varaliðsleik. Rúnar tók hins vegar þá ákvörðun að taka ekki tilboði Liverpool. Þetta tímabil vann Liverpool enska titilinn um vorið en hefur ekki unnið hann síðan. Rúnar segist að Liverpool þá og Liverpool í dag spili allt öðruvísi fótbolta og leikstíll liðsins og fótboltinn í ensku úrvalsdeildinni í dag myndi henta honum miklu betur en sá var spilaður á níunda og tíunda áratugnum í Englandi. Rúnar fór síðan ekki út fyrr en eftir 1994 tímabilið sem hann telur sjálfur vera það slakasta hjá sér með KR. „Auðvitað átti ég að fara fyrr því ég var búinn að vera í tvö til þrjú ár. Ég var búinn að ná toppnum á Íslandi sumarið 1990 þegar við töpum bikarúrslitaleiknum í vítakeppni á móti Val og svo Íslandsmeistaratitlinum á markatölu. Það var geggjað tímabil hjá liðinu og mér líka. Ég spilað fjögur tímabil í viðbót eftir það og þá var ég með betri mönnum í deildinni. Þegar þú ert kominn á þann stall þá er erfitt að bæta sig mikið,“ rifjaði Rúnar upp. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er gestur í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf og ræddi þar meðal annars tilboðið sem hann fékk frá Liverpool í lok níunda áratugsins. Rúnar heimsótti þá Huga Halldórsson og Ingimar Helgi Finnsson og ræddu þeir bæði leikmannaferilinn, þjálfaraferilinn og titilvörnina í Pepsi Max deildinni í sumar. Rúnar er Liverpool maður og þetta tímabil er búið að vera draumi líkast. „Þetta er búið að vera geggjað tímabil og kannski áframhald á endinum á tímabilinu í fyrra. Bæði Liverpool og Manchester City unnu fjórtán til fimmtán leiki í röð þegar þau voru að berjast um sigurinn þar. Svo byrjar þetta tímabil hjá Liverpool eins og hitt endaði,“ sagði Rúnar. „Það er ofboðslega flottur stígandi í leik Liverpool en á sama tíma er City búið að byrja illa. Ég held að vegna þess að þeir eru búnir að vinna tvö ár í röð þá kemur smá þreyta. Það þarf endurnýjun og það þarf eitthvað nýtt. Menn eru smá saddir þótt að maður sjái að Pep Guardiola er alltaf brjálaður á hliðarlínunni að reka þá áfram. Það er mjög erfitt að vinna tvö ár í röð hvað þá þrjú ár í röð. Það kom smá hik á City í byrjun,“ sagði Rúnar en á Liverpool eftir að tapa? „Jú þeir eiga eftir að tapa. Það er erfitt að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa, Ég held að þetta snúist um City leikinn á útivelli,“ sagði Rúnar. Talið barst líka að því þegar Rúnari var boðið að æfa með Liverpool í í október 1989 en þá var Liverpool með besta lið ensku deildarinnar og Rúnar stuðningsmaður félagsins. Rúnar var spurður hvort að hann sjá eftir þeirri stóru ákvörðun fyrir þrjátíu árum að segja nei við Liverpool „Nei ég sé ekkert eftir þvi. Það er svo langt síðan. Fótboltinn í Englandi þá var allt annar en hann er í dag og hentaði mér ekki. Ég stæði sennilega ekki í lappirnar í dag hefði ég farið þangað,“ sagði Rúnar. Jú tæklingarnar flugu vissulega í enska boltanum á þessum árum og léttir og teknískir menn kannski í stórhættu á að vera sparkaðir ítrekað niður. Kenny Dalglish var þarna stóri Liverpool og hann vildi fá Rúnar eftir að KR-ingurinn hafði æft með liðinu og spilað varaliðsleik. Rúnar tók hins vegar þá ákvörðun að taka ekki tilboði Liverpool. Þetta tímabil vann Liverpool enska titilinn um vorið en hefur ekki unnið hann síðan. Rúnar segist að Liverpool þá og Liverpool í dag spili allt öðruvísi fótbolta og leikstíll liðsins og fótboltinn í ensku úrvalsdeildinni í dag myndi henta honum miklu betur en sá var spilaður á níunda og tíunda áratugnum í Englandi. Rúnar fór síðan ekki út fyrr en eftir 1994 tímabilið sem hann telur sjálfur vera það slakasta hjá sér með KR. „Auðvitað átti ég að fara fyrr því ég var búinn að vera í tvö til þrjú ár. Ég var búinn að ná toppnum á Íslandi sumarið 1990 þegar við töpum bikarúrslitaleiknum í vítakeppni á móti Val og svo Íslandsmeistaratitlinum á markatölu. Það var geggjað tímabil hjá liðinu og mér líka. Ég spilað fjögur tímabil í viðbót eftir það og þá var ég með betri mönnum í deildinni. Þegar þú ert kominn á þann stall þá er erfitt að bæta sig mikið,“ rifjaði Rúnar upp.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira