Íslenski boltinn

Pedersen með þrennu gegn Leikni og bikarmeistararnir náðu 2. sætinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pedersen skoraði þrennu gegn Leikni.
Pedersen skoraði þrennu gegn Leikni. vísir/bára

Valur og Víkingur eru komin í undanúrslit Reykjavíkurmóts karla í fótbolta.

Valur vann 0-3 sigur á Leikni í B-riðli í fyrri leik kvöldsins. Patrick Pedersen skoraði öll mörk Valsmanna í fyrri hálfleik.

Valur vann riðilinn með fullu húsi stiga og markatölunni 8-1.

Bikarmeistarar Víkings unnu 4-0 sigur á Fram í seinni leik kvöldsins og náðu þar með 2. sæti riðilsins.

Andri Hrafn Andrason skoraði tvö mörk fyrir Víkinga og Nikolaj Hansen og Erlingur Agnarsson (víti) sitt markið hvor.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.