Erlent

81 látin vegna Wu­han-veirunnar og um 3000 stað­fest smit

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Yfirvöld í Kína hafa ákveðið að framlengja frí landsmanna vegna komu nýs árs um þrjá daga til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar.
Yfirvöld í Kína hafa ákveðið að framlengja frí landsmanna vegna komu nýs árs um þrjá daga til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. vísir/epa

Fjöldi látinna í Kína af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu er nú kominn í 81 einstakling og um 3000 staðfest smit eru nú þekkt.

Yfirvöld hafa ákveðið að framlengja frí landsmanna vegna komu nýs árs um þrjá daga til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar.

Forsætisráðherra Kína Li Kequiang heimsótti Wuhan í morgun en þar á veiran upptök sín. Flest dauðsföllin eru í héraðinu Wubei hvar Wuhan er höfuðborgin, 76 alls.

Wuhan-borg hefur verið lokað og í fleiri borgum á svæðinu hefur ferðabann verið sett á. Af þeim tæplega 3000 sem eru smitaðir í Kína eru um 460 alvarlega veikir en tekist hefur að lækna 51 einstakling og útskrifa af spítala.

Að minnsta kosti 44 tilfelli hafa síðan verið staðfest utan Kína, í Tælandi, Bandaríkjunum og í Ástralíu, svo dæmi séu tekin.

Uppfært klukkan 08:20 með nýrri tölu um fjölda látinna. 


Tengdar fréttir

Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn

Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.