Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 08:20 Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir að niðurstöður forsetakosninganna sem fóru fram síðasta sunnudag voru kynntar. EPA-EFE/YAUHEN YERCHAK Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. Svetlana Tikhanovskaya neyddist til að flýja til Litháens eftir að hún tapaði forsetakosningunum, en margir telja sitjandi forseta landsins hafa beitt kosningasvindli og Tikhanovskaya vera sannan leiðtoga landsins. Mótmælaalda reið yfir landið eftir að niðurstöður kosninganna voru kynntar á sunnudag og hafa fregnir borist af því að mótmælendur hafi verið beittir ofbeldi af lögreglu, bæði á götum úti og í haldi. Þá hefur lögreglan ráðist á fréttamenn auk annarra óbreyttra borgara. Um 6.700 hafa verið handteknir síðustu sex dagana og margir hafa lýst því hvernig þeir voru pyntaðir af lögreglu og öryggissveitum. Mótmælendur hafa kallað eftir því að forsetinn, Alexander Lúkasjenkó sem hefur setið sem forseti frá árinu 1994, víki úr forsetastóli. Lúkasjenkó hefur gjarnan verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ en hann hefur verið væntur um kosningasvindl síðustu forsetakosningar og hafa bæði Evrópusambandið og Bandaríkin gagnrýnt framkvæmt kosninganna í ár. Engir alþjóðlegir eftirlitsaðilar fengu að fylgjast með kosningunum og telja margir að forsetinn hafi svindlað, en hann vann mikinn yfirburðarsigur, hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða á meðan Tikhanovskaya hlaut um 10 prósent. Tikhanovskaya segist handviss um að atkvæðin hafi ekki verið talin rétt. Þar sem þau hafi verið talin rétt hafi hún verið með 60 til 70 prósent atkvæða. Hún hvatti borgar- og bæjarstjóra landsins til að skipuleggja friðsamleg mótmæli í dag og á morgun. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna héldu í gær neyðarfjarfund og samþykktu þar að undirbúa nýjar refsiaðgerðir gegn hvítrússneskum embættismönnum sem bæru ábyrgð á „ofbeldi og fölsunum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa lýst frásögnum þeirra sem hafa verið í haldi lögreglu og segja þá gefa til kynna að pyntingar séu algengar. Tikhanovskaya var í sjálf í haldi lögreglu í sjö klukkustundir á mánudag þegar hún ætlaði að skila inn kvörtun um framkvæmd kosninganna. Eftir að henni var sleppt neyddist hún til að flýja land. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. 13. ágúst 2020 07:59 Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. Svetlana Tikhanovskaya neyddist til að flýja til Litháens eftir að hún tapaði forsetakosningunum, en margir telja sitjandi forseta landsins hafa beitt kosningasvindli og Tikhanovskaya vera sannan leiðtoga landsins. Mótmælaalda reið yfir landið eftir að niðurstöður kosninganna voru kynntar á sunnudag og hafa fregnir borist af því að mótmælendur hafi verið beittir ofbeldi af lögreglu, bæði á götum úti og í haldi. Þá hefur lögreglan ráðist á fréttamenn auk annarra óbreyttra borgara. Um 6.700 hafa verið handteknir síðustu sex dagana og margir hafa lýst því hvernig þeir voru pyntaðir af lögreglu og öryggissveitum. Mótmælendur hafa kallað eftir því að forsetinn, Alexander Lúkasjenkó sem hefur setið sem forseti frá árinu 1994, víki úr forsetastóli. Lúkasjenkó hefur gjarnan verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ en hann hefur verið væntur um kosningasvindl síðustu forsetakosningar og hafa bæði Evrópusambandið og Bandaríkin gagnrýnt framkvæmt kosninganna í ár. Engir alþjóðlegir eftirlitsaðilar fengu að fylgjast með kosningunum og telja margir að forsetinn hafi svindlað, en hann vann mikinn yfirburðarsigur, hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða á meðan Tikhanovskaya hlaut um 10 prósent. Tikhanovskaya segist handviss um að atkvæðin hafi ekki verið talin rétt. Þar sem þau hafi verið talin rétt hafi hún verið með 60 til 70 prósent atkvæða. Hún hvatti borgar- og bæjarstjóra landsins til að skipuleggja friðsamleg mótmæli í dag og á morgun. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna héldu í gær neyðarfjarfund og samþykktu þar að undirbúa nýjar refsiaðgerðir gegn hvítrússneskum embættismönnum sem bæru ábyrgð á „ofbeldi og fölsunum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa lýst frásögnum þeirra sem hafa verið í haldi lögreglu og segja þá gefa til kynna að pyntingar séu algengar. Tikhanovskaya var í sjálf í haldi lögreglu í sjö klukkustundir á mánudag þegar hún ætlaði að skila inn kvörtun um framkvæmd kosninganna. Eftir að henni var sleppt neyddist hún til að flýja land.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. 13. ágúst 2020 07:59 Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15
Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32
Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. 13. ágúst 2020 07:59
Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“