Móðir barnanna handtekin grunuð um morð Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 10:06 Conor, Darragh og Carla McGinley ásamt föður sínum, Andrew. Írska lögreglan Lögregla á Írlandi hefur handtekið móður írsku barnanna þriggja, sem fundust látin í úthverfi Dyflinnar á Írlandi síðasta föstudag. Móðirin er grunuð um að hafa myrt börn sín. Irish Times greinir frá. Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Leigubílstjóri gekk fram á móður barnanna, Deirdre Morley, í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Lík barnanna fundust skömmu síðar og Morley var flutt á sjúkrahús, þar sem hún hefur fengið aðhlynningu. Krufning hefur farið fram Í yfirlýsingu frá lögreglu kemur fram að kona á fimmtugsaldri hafi verið handtekin í tengslum við málið, grunuð um morð. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að konan hafi fundist á vettvangi og dvalið á sjúkrahúsi. Hún sé nú í haldi lögreglu. Sjá einnig: Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla telur að börnin hafi verið í umsjá móður sinnar þegar þau létust. Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári. Lögregla hefur rannsakað hús fjölskyldunnar síðan á föstudag.Vísir/Getty Þá hafði Irish Times eftir lögreglu í gær að talið væri að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Rannsókn muni m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Börnin hafa þegar verið krufin, að því er segir í frétt Irish Times. Faðirinn kom heim á sama tíma og viðbragðsaðilar Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld líkt og áður sagði. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið hneig hún niður. Í húsinu fannst jafnframt miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem leigubílstjórinn gerði. Irish Times greinir enn fremur frá því að faðir barnanna, Andrew McGinley, hafi komið heim á sama tíma og viðbragðsaðilar mættu á vettvang. McGinley sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti „eyðileggingu, sorg og örvæntingu“. „Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ sagði jafnframt í yfirlýsingunni. Írland Tengdar fréttir Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. 28. janúar 2020 13:43 Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Lögregla á Írlandi hefur handtekið móður írsku barnanna þriggja, sem fundust látin í úthverfi Dyflinnar á Írlandi síðasta föstudag. Móðirin er grunuð um að hafa myrt börn sín. Irish Times greinir frá. Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Leigubílstjóri gekk fram á móður barnanna, Deirdre Morley, í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Lík barnanna fundust skömmu síðar og Morley var flutt á sjúkrahús, þar sem hún hefur fengið aðhlynningu. Krufning hefur farið fram Í yfirlýsingu frá lögreglu kemur fram að kona á fimmtugsaldri hafi verið handtekin í tengslum við málið, grunuð um morð. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að konan hafi fundist á vettvangi og dvalið á sjúkrahúsi. Hún sé nú í haldi lögreglu. Sjá einnig: Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla telur að börnin hafi verið í umsjá móður sinnar þegar þau létust. Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári. Lögregla hefur rannsakað hús fjölskyldunnar síðan á föstudag.Vísir/Getty Þá hafði Irish Times eftir lögreglu í gær að talið væri að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Rannsókn muni m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Börnin hafa þegar verið krufin, að því er segir í frétt Irish Times. Faðirinn kom heim á sama tíma og viðbragðsaðilar Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld líkt og áður sagði. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið hneig hún niður. Í húsinu fannst jafnframt miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem leigubílstjórinn gerði. Irish Times greinir enn fremur frá því að faðir barnanna, Andrew McGinley, hafi komið heim á sama tíma og viðbragðsaðilar mættu á vettvang. McGinley sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti „eyðileggingu, sorg og örvæntingu“. „Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ sagði jafnframt í yfirlýsingunni.
Írland Tengdar fréttir Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. 28. janúar 2020 13:43 Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. 28. janúar 2020 13:43
Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08
Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48