Erlent

Lík þriggja barna fundust í Dyflinni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi við heimili barnanna og móður þeirra í Dyflinni í gærkvöldi.
Frá vettvangi við heimili barnanna og móður þeirra í Dyflinni í gærkvöldi. Vísir/getty

Lík þriggja barna fundust í húsi í úthverfi Dyflinnar á Írlandi í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð, að því er fram kemur í frétt Irish Times.

Kona, sem talin er móðir barnanna, fannst í miklu uppnámi fyrir utan húsið og var flutt á sjúkrahús til skoðunar. Lögregla vonaðist til þess að hægt yrði að ræða við konuna í dag. Hún er talin búa yfir „mikilvægum upplýsingum“ um málið. Börnin voru fjögurra, átta og tíu ára; tveir drengir og ein stúlka.

Lögregla segir rannsóknina á frumstigi og lýsir andláti barnanna sem „skyndilegu“ og „óútskýrðu“. Ekki hafa fundist neinar vísbendingar um að nokkur utanaðkomandi hafi verið í húsinu þegar andlát barnanna bar að. Þá fundust engin merki um innbrot.

Gengið er út frá því að börnin hafi búið í húsinu með móður sinni. Haft er eftir nágrönnum í frétt Irish Times að málið sé reiðarslag fyrir hverfið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.