Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2020 21:27 Mitch McConnell (v) og Kevin McCarthy (h) eru ósammála forsetanum (m). Getty/Erin Schaff Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. Fyrr í dag ýjaði Donald Trump Bandaríkjaforseti að því að kosningunum verði mögulega frestað. Forsetinn hefur þó ekki völd til þess og þyrfti slík ákvörðun að fara í gegnum meðferð þingsins. Forsetinn hélt því fram að stórfelld svik yrðu framin í kosningunum þar sem að yfirvöld í fjölda ríkja vilja grípa til þess að leyfa póstatkvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Trump að kosningarnar ættu eftir að verða þjóðarskömm fyrir Bandaríkin. Leiðtogi Repúblikanaflokksins í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Mitch McConnell minnti á að engum forsetakosningum í Bandaríkjunum hafi verið frestað. Í samtali við útvarpsstöðina WNKY í heimaríki hans Kentucky sagði þingmaðurinn. „Aldrei í sögu þessa lands, þrátt fyrir stríð, efnahagskreppu og borgarastyrjöld, hefur alríkiskosning ekki farið fram á réttum tíma. Við munum finna leið til þess að halda kosningarnar 3. nóvember,“ sagði McConnell. BBC hefur eftir leiðtoga flokksins í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, að kosningarnar skuli fara fram á réttum tíma. Sömu skoðun hefur Lindsay Graham öldungadeildarþingmaður sem jafnan hefur stutt ákvarðanir forsetans. Talsmaður framboðs forsetans, Hogan Gidley, segir þó að Trump hafi eingöngu verið að velta hlutunum fyrir sér og væri ekki að halda því fram að það ætti að fresta kosningunum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. Fyrr í dag ýjaði Donald Trump Bandaríkjaforseti að því að kosningunum verði mögulega frestað. Forsetinn hefur þó ekki völd til þess og þyrfti slík ákvörðun að fara í gegnum meðferð þingsins. Forsetinn hélt því fram að stórfelld svik yrðu framin í kosningunum þar sem að yfirvöld í fjölda ríkja vilja grípa til þess að leyfa póstatkvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Trump að kosningarnar ættu eftir að verða þjóðarskömm fyrir Bandaríkin. Leiðtogi Repúblikanaflokksins í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Mitch McConnell minnti á að engum forsetakosningum í Bandaríkjunum hafi verið frestað. Í samtali við útvarpsstöðina WNKY í heimaríki hans Kentucky sagði þingmaðurinn. „Aldrei í sögu þessa lands, þrátt fyrir stríð, efnahagskreppu og borgarastyrjöld, hefur alríkiskosning ekki farið fram á réttum tíma. Við munum finna leið til þess að halda kosningarnar 3. nóvember,“ sagði McConnell. BBC hefur eftir leiðtoga flokksins í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, að kosningarnar skuli fara fram á réttum tíma. Sömu skoðun hefur Lindsay Graham öldungadeildarþingmaður sem jafnan hefur stutt ákvarðanir forsetans. Talsmaður framboðs forsetans, Hogan Gidley, segir þó að Trump hafi eingöngu verið að velta hlutunum fyrir sér og væri ekki að halda því fram að það ætti að fresta kosningunum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira